Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 80
78
Árbók Háskóla íslands
VI. Gjafir
Málverkagjöf Ingibjargar Guðmunds-
dóttur og Sverris Sigurðssonar
Um málverkagjöf Ingibjargar Guð-
mundsdóttur og Sverris Sigurðssonar og
Listasafn Háskóla íslands, sjá ræðu rektors
á háskólahátíð 28. júní 1980 á bls. 14 hér að
framan.
í stjórn Listasafns Háskóla íslands voru
eftirtaldir menn kjörnir til fjögurra ára með
fyrirvara um, að stofnskrá safnsins hljóti
staðfestingu stjórnvalda (en till. að stofnskrá
var lögð fram og samþykkt á fundi 6. des.
1979): Björn Th. Björnsson listfræðingur,
Gylfi Þ. Gíslason prófessor og Sverrir Sig-
urðsson iðnrekandi. 20.12.79
Bréf mrn., dags. 5. þ.m., að ráðuneytið
hafi vakið athygli fjármálaráðuneytisins á
því ákvæði [stofnskrár Listasafns Háskóla
íslands], að \% af nýbyggingarfé háskól-
ans skuli árlega renna til listasafnsins.
21.02.80
Minningargjöf um Ludvig Storr
Um gjöf erfingja Ludvigs Storr og
Menningar- og framfarasjóð Ludvigs Storr,
sjá ræðu rektors á háskólahátíð 28. júní 1980
á bls. 14 hér að framan.
Rektor heimilað samhljóða að taka við
gjöf erfingja Ludvigs Storr, Laugaveg 15,
Reykjavík, er myndi Menningar- og fram-
farasjóð L. Storr. Skipulagsskrá sjóðsins
verður lögð fyrir háskólaráð síðar.
6.12.79.
í stjórn Menningar- og framfarasjóðs
Ludvigs Storr voru eftirtaldir menn kjörnir
til þriggja ára með fyrirvara um, að stofn-
skrá sjóðsins hljóti staðfestingu stjórnvalda
(en till. að stofnskrá var lögð fram og sam-
þykkt á sama fundi): Guðmundur Magn-
ússon rektor, Guðmundur Þorbjömsson
stud. polyt. og Ragnar Ingimarsson prófess-
or. 20.12.79
Gjöf Ottós Michelsen og Gyðu Jóns-
dóttur
Rektor skýrði frá því, að borist hafi frá
hjónunum Ottó Michelsen og Gyðu Jóns-
dóttur gjöf að upphæð kr. 500 þúsund [g]kr.
til að styrkja gerð orðstöðulykils að hinni
nýju íslensku Biblíu. Heita þau hjónin hlut-
fallslega jafnháu framlagi næstu tvö ár.
09.06.80
Sjá um gjöf þeirra hjóna í ræðu rektors
við afhendingu prófskírteina 28. júní 1980 á
bls. 14 hér að framan.
Gjöf Theodórs Johnson
Samkvæmt erfðaskrá Theodórs Johnson,
fyrrum hótelstjóra, hefur háskólanum og
Skógrækt ríkisins verið færð að gjöf hús-
eignin Bergstaðastræti 50A í Reykjavík.
Tekjum Minningarsjóðs Theodórs Johnson
skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla
stúdenta til náms við Háskóla fslands eða til
framhaldsnáms erlendis. (Sjá ræðu rektors
28. júní 1980 hér að framan.)
Skipulagsskrár sjóða
Rektor skýrði frá þvi, að staðfestar hefðu
verið skipulagsskrár eftirtalinna sjóða og
stofnana:
Listasafns Háskóla íslands.
Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs
Storr.
Minningarsjóðs Theodórs Johnson.
29.05.80