Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Síða 103

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Síða 103
Prófessor dr. phil. et jur. Alexander Jóhannesson. Aldarafmæli 101 kennara um helming. Þar kom samt að lokum, að samþykkt voru lög um byggingu húss fyr- ir Háskólann fyrir forgöngu Jónasar Jónsson- ar frá Hrifiu. Á Skólavörðuholti átti glæsilegt háskóla- og menntahverfi að rísa, eins og menn kannast við af hinni fræknlegu kvikmynd um Guðjón Samúelsson húsameistara. En ekkert fé var veitt á fjárlögum til fram- kvœmdanna. Þá var það sem rektor Háskólans, prófess- or Alexander Jóhannesson, kom fram stofnun Happdrœttis Háskólans. Happdrættið var frá byrjun og er allt til þessa dags undirstaða allra verklegra framkvæmda Háskólans, einnig þeina bygginga sem nýlega hafa verið reistar og nú eru í byggingu, og stendur auk þess undir öllum kaupum á tækjum til vísindaiðkana. Heimildir eru fyrir því að Al- exander Jóhannesson hafi fengið þá hugmynd að sækja um einkaleyfi á peningahappdrætti á íslandi fyrir Háskólann, hann hafi hvíslað henni að Guðjóni Samúelssyni húsameistara, sem var náinn vinur ráðherrans Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu í því skyni að hún bærist rétta leið, sem hún og gerði, og því hafi Jónas Jóns- son talið að Guðjón hafi ált hugmyndina. En hvemig sem í þessu liggur er það vissulega rétt sem Sigurður Nordal segir um stofnun Happ- drættisins í minningargrein að það var Alex- ander Jóhannesson sem hrinti hugmyndinni í framkvæmd. Þannig eigum við með vissum hætti honum það að þakka að við stöndum hér f dag. Knud Zimsen borgarstjóra fannst of þröngt um nýjan Háskóla á Skólavörðuholti og benti á annan stað, suður á Melum, þar sem nóg væri landrými. Guðni Jónsson segir í Háskóla- sögu sinni að þrír menn áttu drýgstan þátt í því að byggingaskeið Háskólans hófst, Jónas Jóns- son frá Hriflu, sem gekkst fyrir lögunum um háskólabyggingu, Knud Zimsen borgarstjóri, sem valdi Háskólanum stað og úthlutaði hon- um lóðasvæði, og Alexander Jóhannesson há- skólarektor, sem leysti þann vanda, sem var að- alvandinn: að afla fjár til bygginga. Aðferð Alexanders var sú að byggja og byggja á meðan nokkur króna var í kassanum. Þegar sjóðimir voru þurrausnir, þá var hafist handa um að afla meira fjár. En stundum þurfti að grípa til frumlegra aðgerða. Eitt sinn voru framkvæmdir stopp, ekkerl fé til. Þá frétti Al- exander af bónda einum austur í sveitum, að hann átti rnikla peninga á banka. Hann brá sér austur og fékk gamla manninn til þess að lána sér alla peningana gegn skilvísri endurgreiðslu. Enginn þarf að efast um efndimar, slíkur ná- kvæmnismaður sem hann var um fjármál. Þessum kafla mætti ljúka með því að geta urn síðustu framkvæmdina sem Alexander stýrði, en það var bygging Háskólabíós, sem hann lauk þremur árum eftir að hann lét af embætti. Margir hafa deilt á þá miklu fjárfestingu, en engum blandast hugur um, hve mikil lyftistöng hún varð íslensku menningarlífi og Háskólan- um sjálfum. Þar var haldin hin veglega hálfrar aldar afmælishátíð Háskólans 1961 í viðurvist fjölda fulltrúa frá erlendum háskólum um víða veröld. Við það tækifæri sæmdi lagadeild dr. Alexander heiðursdoktorsnafnbót í lögunt fyr- ir störf hans í þágu Háskólans. Þess má geta til gamans að sagan segir að menn hafi leit- að með logandi ljósi í fundargerðabókum há- skólaráðs að bókun þar sem samþykkt væri þessi mikla bygging, en engin fundist! Slíkur var framkvæmdahugur Alexanders Jóhannes- sonar og gafst vel. V. Flugmál Engin lýsing þessara ára í ævi Alexand- ers Jóhannessonar væri fullnægjandi, tæki hún ekki til hins stóra áhugamáls hans sem voru samgöngumál islensku þjóðarinnar í lofti. Hér er þess enginn kostur að lýsa þessu stórfenglega starfi þessa rnanns, sem gnæfði yfir sína samtíð að hugmyndaauðgi, atorku og framkvæmdaafli. Nafn hans lýsir af flug- sögu íslendinga, og það er skemmtilegt að á bemskustöðvum hans í Skagafirði hefur árlega verið haldinn flugdagur á afmælisdaginn, 15. júlí, til minningar urn einn helsta frömuð flugs á Islandi, og verður aldarafmælisins sérstaklega minnst þar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.