Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Side 106

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Side 106
104 Árbók Háskóla íslands fræði. Hann var þar í tvö ár við doktorsnám í Leipzig og Halle. í Halle lauk hann doktors- prófi. Ritgerð hans fjallaði um bókmenntir og hét Die Wunder in Schillers Jungfrau von Or- leans. Hann hélt nú heim til Islands og gerðist, eins og áður sagði, einkakennari við hinn unga Háskóla og hóf þau störf og rannsóknir sem ég hef þegar lýst. VIII. Rannsóknir síöari ára En á sfðari árum Alexanders Jóhannessonar beindust rannsóknir hans inn á nýtt svið. Skrif- aði hann mikið um þau mál og varði til þessa mikilli orku. Áhugi hans beindist að því „að vfkka út kenningar læriföður sins við Háskól- ann í Kaupmannahöfn, Hermanns Mpllers, þ.e. að sýna fram á að flest tungumál heims ættu sameiginlegan uppruna." Alexander reit fjölda bóka og ritgerða um þessi efni, en ég ætla ekki að þreyta ykkar á því að telja upp þau kynstur. Hann var í nánu sam- bandi við Sir Richard Paget, sem komist hafði að svipuðum niðurstöðum um uppruna mann- legs máls eftir öðrum leiðum, og einn kunnasti málfræðingur heims á sviði semítískra mála, G.R. Driver í Oxford, reit formála að bókinni Origin of Language. En þessar kenningar eiga ekki vinsældum að fagna lengur, þótt enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sínu um svarið við spumingu Alexanders, livemig fnmmað- urinn iœrði að tala. Enn ber að geta mesta stórvirkis Alexanders, sem hófst raunar fyrr, hinnar stóru orðsifjabók- ar, Islandisches etymologisches Wörterbuch sem kom út f Sviss 1951-1956, 1406 bls. Þessi orðabók er gífurlegt þrekvirki, en eins og aðrar orðsifjabækur lýtur hún framvindu vísindanna og nýrri þekkingu. Að þessu verki vann Alexander í 12 ár á stopulum stundum frá annasömu rektorsemb- ætti, stundum aðallega í sumarbústað sínum á Þingvöllum. Upphaf þessa verks var snemma á starfsferli Alexanders Jóhannessonar. Á Al- þingishátíðinni 1930 komu amerískir málvís- indamenn að máli við hann og skoruðu á hann að semja slfka bók á grundvelli rannsókna hans, sem þeir þekktu af fyrri bókum hans og af lofsamlegum ritdómum í amerískum og evr- ópskum málfræðitímaritum. IX. Persóna Alexanders Jóhannessonar Hverskonar persóna var Alexander Jóhann- esson? Það gat engum dulist sem sá Alexander á götu, að þar fór maður sem var vanur að koma stórum hugsunum í framkvæmd. Hann var hár vexti, tígulegur á velli, reisn yfir fasi hans, bar höfuðið hátt og hallaði því örlítið til hægri. Það var einkenni Alexanders hve fljótur hann var að taka ákvarðanir. Allar umræður um mál skyldu miðast við framkvæmdina. Og fram- kvæmdir skyldu hefjast strax. Ýmsar gaman- sögur eru af því sagðar hve skjótur hann gat verið til ákvarðana og vinir hans hafi stundum gegnt því hlutverki að toga hann niður á jörð- ina. Alexander Jóhannesson var ókvæntur fram- an af ævi og bjó rausnarlega að Vonarstræti 4, þar sem nú er til húsa Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Þar er marmari á gólfum og búnaður allur ber vott um höfðingslund og smekk húsbyggjandans. I desember 1934 gekk Alexander að eiga Hebu Geirsdóttur vígslu- biskups á Akureyri Sæmundssonar, Ijúfri gáfu- konu. Bjuggu þau sér fagurt rausnarheimili við Hringbraut. Þar var gott að koma, og ríkti list- ræn stemning andlegrar orku á heimilinu. Bókmenntaáhugi námsáranna í Þýskalandi varð kveikjan að fyrstu ritstörfum Alexanders. — Árið 1916 birti hann í fyrsta sinn þýska þýðingu sína á íslensku kvæði, og síðasta rit hans, sem kom út 1965, nokkrum vikum áð- ur en hann andaðist, voru þýskar þýðingar er hann hafði gert á íslenskum ljóðum frá Hall- grími Péturssyni til vorra daga, Gruss aus Is- land. Úbersetzungen islandischer Gedichte. Þannig vefjast þræðir saman í lífsins vef sem hnýttur er við þverstæður tilvistar mannsins. Alexander Jóhannesson var einhver hinn minn- isstæðasti persónuleiki í allri baráttu- og starfs- sögu Háskólans. Hann lifði iðjusömu og verk- miklu fræðimannslífi í nánum tengslum við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.