Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 10
4 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. aldarinnar og því sem af er 20. öldinni. Á seinni hluta 19. aldar fara líka hlutafélög að rísa upp hér á landi. Að vísu er fyrsta hlutafélagið, sem eg hefi getað fundið að stofnað væri hér á landi, miklu eldra. pað er verksmiðju- félagið, sem Skúli Magnússon landfógeti stofnaði um miðja 18. öld. Samþyktir þess voru staðfestar með kb. 4. jan. 1752. Var það félag í ýmsum efnum frábrugðið hlutafélögum nútímans, en réttast virðist þó að setja það á bekk með hlutafélögum. Eins og kunnugt er féll það fyrirtæki um koll og síðan líður langur tími þangað til hlutafélaga er næst getið hér á landi, og næsta reglulega lilutafélagið, sem eg hefi fundið hér, er Gránufélagið, sem stofnað var 1870. Síðan fjölgar þeim smátt og smátt og örast nú á síðustu árunum. Og nú er svo komið, að hlutafélögin eru orðin allverulegur þáttur í viðskiftalífi voru. Nægir þar að geta þess, að því nær öll meiri háttar útgerð hér á landi er nú rekin af hlutafélögum. Vafalaust mætti með nokkurri rannsókn safna all- miklu efni til sögu hlutafélaga hér á landi. Til þess hefi eg eigi haft tækifæri. En eg hefi reynt að athuga þau gögn um þetta mál, sem aðgengilegust eru, þ. e. verslun- arskrámar. Síðan 1. 42. 18. nóv. 1903 gengu í gildi hafa allmörg hlutafélög verið sett á verslunarskrár, og til- kynningarnar hafa að geyma ýmsar upplýsingar um fé- lögin, skipulag þeirra og starf. þær skýrslur, sem dregn- ar verða út af þeim, eru að vísu engan veginn full- nægjandi. Fyrst og fremst greina tilkynningarnar aðeins fá atriði um félögin. í annan stað er það vitanlegt, að ýms hlutafélög hafa aldrei verið tilkynt til verslunar- skrár, sum af því eigi var skylt að tilkynna þau, og önnur vanrækt að tilkynna, þó tilkynningarskyld væru. En samt má væntanlega af þessum tilkynningum fá nokkra hugmynd um hlutafélögin hér á landi. Á árunum 1904—1920, að báðum árum meðtöldum, eru tilkynt til verslunarskrár hér á landi alls 168 hluta- félög. Frá þeim verður fyrst og fremst að telja 14 félög, sem sýnast vera alútlend og eiga heimilisfang erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.