Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 15
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 9 en aftur á móti máske mikla hagsmunavon í ágóðahlut eða öðru slíku, ef vel gengur. petta gjörir þá djarfari og óvar- kárari í ráðstöfunum þeim, er þeir gjöra fyrir félagið. þ>eir leggja fremur á tæpasta vaðið. Oft mun það einn- ig vera svo, að menn leyfa sér meira, hætta sér nær tak- markalínunni fyrir því, hvað sæmilegt er í viðskiftum, þegar persónulega ábyrgðin vofir ekki yfir þeim. Tak- markaða ábyrgðin er líka freisting fyrir menn til þess að reyna, að velta sínum eigin vandræðum yfir á aðra. þess munu mörg dæmi, að gjaldþrota fyrirtæki, sem engrar viðreisnar von hafa átt, hafa verið gjörð að hluta- félögum. Tapið hefir þá komið niður á röngum stað. Hlutafélög hljóta og að verða með því skipulagi, að vald- jnu í félagsmálum sé skift milli fleiri aðila. En um leið dreifist þá líka ábyrgðin og tryggingin fyrir því, að störfin séu vel af hendi leyst, verður minni. Margar fleiri hættur mætti nefna, sem hlutafélögunum fylgja. þær vofa bæði yfir hluthöfunum og yfir skuldheimtu- mönnum félagsins. Og menn hafa séð það fyrir löngu, að löggjöfin getur ekki látið þær afskiftalausar. þess- vegna hafa menn víðast hvar sett lagaákvæði, er hafa að geyma ýmsar præceptivar reglur um stofnun og starf hlutafélaga. pessi hlutafélagalög hafa verið bygð á nokk- uð mismunandi grundvelli á ýmsum tímum og hjá ýms- um þjóðum, þ. e. menn hafa farið mismunandi leiðir til að ná þessu marki. Framan af reyndu menn að koma í veg fyrir misbrúkun hlutafélaganna með því að krefjast opinbers leyfis eða löggildingar til stofnunar slíkra félaga. J>etta þótti ekki gefast vel, og tóku menn þá í þess stað að setja ítarleg præceptiv ákvæði um stofnun og skipu- lag hlutafélaga. En það reyndist eigi heppilegt heldur, og hlutafélög nútímans byggja því á öðrum grundvelli. Nú reyna menn aðallega að koma í veg fyrir misferlið með því að krefjast þess, að ýms þýðingarmikil atriði um stofnun og hag félagsins séu birt almenningi, og þá jafn- framt með því að leggja stranga ábyrgð á stofnendur og stjórnendur félagsins, ef þeir vanrækja tilkynningar eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.