Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 14
& Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
ósjaldan hafa komið fyrir, að hluthafar hafi orðið fyrir
ærnum skellum af víxilábyrgðum eða sjálfskuldar-
ábyrgðum, sem þeir hafa tekið á sig fyrir félögin. Og
mörg félögin munu hafa endað með tjóni fyrir skuld-
heimtumenn þeirra. Orsakirnar til þessara ófara eru vit-
anlega margvíslegar. En ein ástæðan hefir sjálfsagt verið
sú, að löggjöfin lét stofnun og starfsemi þessara félaga
því nær algjörlega afskiftalausa. Hún lét menn vera
nokkurnveginn sjálfráða um það, hvernig þeir höguðu
stofnun og stjórn hlutafélaganna. Eg tel það vafalaust
að af því hafi leitt að oft hafi verið vandað miður en
skyldi .til stofnunar félaganna hér hjá oss og oft hafi
félögunum af þeim orsökum verið gálauslegar stjórnað
en vera bar, og að þetta, annaðhvort eða hvorttveggja,
hafi orðið þeim að aldurtila.
Reynslan hefir hver\7etna sýnt það, að þó hlutafélögin
oft bæði séu hagfelt og gagnlegt félagsform, þá eru þó
líka því félagsformi samfara ýmsir verulegir annmarkar.
pað er hætt við að það verði misbrúkað til ýmiskonar
fjárglæfra. Persónulega ábyrgðin er og hefir lengi verið
ef svo mætti seg'ja líftaugin í öllu viðskiftalífinu. það, að
menn eiga á hættu að verða að svara til skuldbindinga
sinna með öllum eignum sínum, hvetur menn til að sýna
meiri varkárni og fyrirhyggju í ráðstöfunum sínum, bæði
þegar um stofnun skuldbindinga er að ræða og eins
þegar um efndir skuldbindinga er að ræða.
í hlutafélögunum er ábyrgðin takmörkuð. Og tak-
markaða ábyrgðin gerir menn fyrst og fremst kærulaus-
ari. þetta gildir bæði um hluthafann og um stjórnendur
félagsins. Sá sem leggur fé í hlutafélag við stofnun þess
eða kaupir hlut í því síðar, veit það, að hann leggur
aldrei meira á hættu en upphæðina, sem hann skrifar
sig fyrir til félagsins eða sem hann greiðir fyrir hlut-
inn. Hann sést því ekki eins fyrir og sá, sem gengur
í félag, þar sem hann veit, að hann hættir ef til vill
öllum eignum sínum. Líku máli gegnir um stjórnendur
félagsins. þeir eiga oft lítið á hættu sjálfir þó illa fari.