Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 10
4 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
aldarinnar og því sem af er 20. öldinni. Á seinni hluta
19. aldar fara líka hlutafélög að rísa upp hér á landi. Að
vísu er fyrsta hlutafélagið, sem eg hefi getað fundið að
stofnað væri hér á landi, miklu eldra. pað er verksmiðju-
félagið, sem Skúli Magnússon landfógeti stofnaði um
miðja 18. öld. Samþyktir þess voru staðfestar með kb.
4. jan. 1752. Var það félag í ýmsum efnum frábrugðið
hlutafélögum nútímans, en réttast virðist þó að setja það
á bekk með hlutafélögum. Eins og kunnugt er féll það
fyrirtæki um koll og síðan líður langur tími þangað til
hlutafélaga er næst getið hér á landi, og næsta reglulega
lilutafélagið, sem eg hefi fundið hér, er Gránufélagið,
sem stofnað var 1870. Síðan fjölgar þeim smátt og smátt
og örast nú á síðustu árunum. Og nú er svo komið, að
hlutafélögin eru orðin allverulegur þáttur í viðskiftalífi
voru. Nægir þar að geta þess, að því nær öll meiri háttar
útgerð hér á landi er nú rekin af hlutafélögum.
Vafalaust mætti með nokkurri rannsókn safna all-
miklu efni til sögu hlutafélaga hér á landi. Til þess hefi
eg eigi haft tækifæri. En eg hefi reynt að athuga þau
gögn um þetta mál, sem aðgengilegust eru, þ. e. verslun-
arskrámar. Síðan 1. 42. 18. nóv. 1903 gengu í gildi hafa
allmörg hlutafélög verið sett á verslunarskrár, og til-
kynningarnar hafa að geyma ýmsar upplýsingar um fé-
lögin, skipulag þeirra og starf. þær skýrslur, sem dregn-
ar verða út af þeim, eru að vísu engan veginn full-
nægjandi. Fyrst og fremst greina tilkynningarnar aðeins
fá atriði um félögin. í annan stað er það vitanlegt, að
ýms hlutafélög hafa aldrei verið tilkynt til verslunar-
skrár, sum af því eigi var skylt að tilkynna þau, og
önnur vanrækt að tilkynna, þó tilkynningarskyld væru.
En samt má væntanlega af þessum tilkynningum fá
nokkra hugmynd um hlutafélögin hér á landi.
Á árunum 1904—1920, að báðum árum meðtöldum,
eru tilkynt til verslunarskrár hér á landi alls 168 hluta-
félög. Frá þeim verður fyrst og fremst að telja 14 félög,
sem sýnast vera alútlend og eiga heimilisfang erlendis.