Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 16

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 16
10 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. herma rangt frá í þeim. Vörnin gegn f j árglæfrunum felst bá í því, að þeir sem ganga vilja í félagið eða skifta við það, geta gengið að þessum upplýsingum hjá hlutaðeig- andi opinberum starfsmanni og dæmt svo sjálfir um, hvort rétt sé af sér að skifta við félagið. Jafnframt er þá hægt að gefa mönnum nokkuð frjálsari hendur um, hvernig þeir haga skipulagi félagsins, það má slá af præceptívu kröfunum. þessi svonefnda publicitetsregla hefir nú á tímum víðast hvar rutt sér til rúms, og merk- ustu hlutafélagalögin, eins og t. d. þýsku hlutafélagalög- in í 3. bálk 2. bókar verslunarlögbókarinnar frá 1897 (§§ 178—319), sænsku lögin frá 12. ágúst 1910, norsku lögin frá 19. júlí 1910 og ensku lögin (Companies consoli- dation act) frá 21. des. 1908 byggja öll á henni. Hlutafélagalög hafa alstaðar sama markmið, að reyna að fyrirbyggja að þetta félagsform verði notað til misferlis í fjármálum. Um það geta verið og eru skiftar skoðanir, hvað langt lögin eigi að ganga í afskiftum sín- um af þessum félögum, hvað þau eigi að skipa félagsmönn- um og hvað þau eigi að leyfa þeim. Og það mun oftast hafa verið svo, er hlutafélagalög hafa verið sett, að þar hefir lent saman tveimur mismunandi stefnum í þeim málum. Annarsvegar hafa lögfræðingarnir verið. þeir hafa séð hætturnar, sem hér eru á ferðum, og yfirleitt lagt áherslu á, að reglurnar um hlutafélögin yrðu sem tryggilegastar, enda þótt þær hefðu í för með sér nokkur höft á samn- ingsfrelsi manna. Hinsvegar hafa kaupsýslumennirnir viljað hafa sem minstar hömlur á athafnafrelsi manna í þessum málum. þeir hafa óttast það, að afskifti lög- gjafarinnar af þeim yrðu til ills eins. Víðast hvar hafa skoðanir lögfræðinganna borið hærri hlut, lögin verið í öllum aðalatriðum sett eftir þeirra ráðum. En í því land- inu, sem við leitum oftast til þegar um fyrirmyndir að lagasetningu er að ræða, Danmörku, fór þetta nokkuð á annan veg. Danir höfðu engin hlutafélagalög fyr en nú fyrir skömmu, er 1. 29. sept. 1917 voni sett. En þá hafði málið verið þar á dagskrá um nokkurt skeið. Árið 1900

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.