Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 17
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 11
hafði verið sett þar nefnd til að gjöra frumvarp til hluta-
félagalaga. Kom frumvarp frá þeirri nefnd 1901. En eigi
varð það að lögum. 1909 var skipuð ný nefnd. Hún end-
urskoðaði frumvarpið frá 1901 og skilaði áliti sínu 1910.
En þegar málið síðan kom til stjórnar og þings, voru
gjörðar mjög gagngjörðar breytingar á nefndarfrumvarp-
inu, sem flestar vora til hins verra, þ. e. drógu úr eða
íeldu alveg niður ýms tryggingarákvæði nefndarfrum-
varpsins. Voru það áhrif frá kaupsýslumönnum sem þessu
réðu. Hlutafélagalögin dönsku hafa því líka sætt ómild-
um dómum af lögfræðinganna hálfu. Prófessor Carl
Torp, sem var formaður nefndarinnar frá 1909, og er
mesti félagaréttarfræðingur Dana, hefir eindregið sagt
alla ábyrgð á lögunum af sér.
Hér á landi voru engin hlutafélagalög til fyr en
1. 77, 27. júní 1921 komu. Fyrirmynd þeirra er hlutafé-
lagalögin dönsku. Að vísu er vikið frá þeim í ýmsum atrið-
um, og oft til bóta. En aðallega eru þau þó sniðin eftir
dönsku lögunum. 1 þessu tilfelli var það einkar óheppi-
legt að sækja fyrirmyndina til Dana, því hlutafélagalög
Dana eru tvímælalaust ófullkomnust hlutafélagalaga allra
þeirra landa, er næst okkur liggja og við höfum mest
viðskifti við. Á hlutafélagalögum vorum eru því margir
sömu annmarkarnir, sem á hlutafélagalögunum dönsku,
og nokkrir fleiri. En þó að ýmislegt megi að þessum lög-
um finna, þá eru þau mikil framför frá því sem áður
var, þegar heita mátti að algerlega skorti lagaákvæði um
þessi félög. En eg hygg, að sú reynsla, sem þegar er
fengin á hlutafélögum hér á landi, sýni það, að nauðsyn
hafi verið á íslenskum hlutafélagalögum.
Eg ætla ekki að fara að rekja öll þau nýmæli, sem
þessi nýju hlutafélagalög vor hafa að geyma. Til þess
er ekki tími. Eg vildi aðeins benda á nokkur atriði í
þeim, bæði þau nýmæli, sem mest er um vert, borið sam-
an við ástandið sem áður var, og jafnframt á nokkra
annmarka, sem að mínum dómi eru á lögum þessum.
1 1. gr. laganna er gefin skilgreining á því, hvað