Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 17
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 11 hafði verið sett þar nefnd til að gjöra frumvarp til hluta- félagalaga. Kom frumvarp frá þeirri nefnd 1901. En eigi varð það að lögum. 1909 var skipuð ný nefnd. Hún end- urskoðaði frumvarpið frá 1901 og skilaði áliti sínu 1910. En þegar málið síðan kom til stjórnar og þings, voru gjörðar mjög gagngjörðar breytingar á nefndarfrumvarp- inu, sem flestar vora til hins verra, þ. e. drógu úr eða íeldu alveg niður ýms tryggingarákvæði nefndarfrum- varpsins. Voru það áhrif frá kaupsýslumönnum sem þessu réðu. Hlutafélagalögin dönsku hafa því líka sætt ómild- um dómum af lögfræðinganna hálfu. Prófessor Carl Torp, sem var formaður nefndarinnar frá 1909, og er mesti félagaréttarfræðingur Dana, hefir eindregið sagt alla ábyrgð á lögunum af sér. Hér á landi voru engin hlutafélagalög til fyr en 1. 77, 27. júní 1921 komu. Fyrirmynd þeirra er hlutafé- lagalögin dönsku. Að vísu er vikið frá þeim í ýmsum atrið- um, og oft til bóta. En aðallega eru þau þó sniðin eftir dönsku lögunum. 1 þessu tilfelli var það einkar óheppi- legt að sækja fyrirmyndina til Dana, því hlutafélagalög Dana eru tvímælalaust ófullkomnust hlutafélagalaga allra þeirra landa, er næst okkur liggja og við höfum mest viðskifti við. Á hlutafélagalögum vorum eru því margir sömu annmarkarnir, sem á hlutafélagalögunum dönsku, og nokkrir fleiri. En þó að ýmislegt megi að þessum lög- um finna, þá eru þau mikil framför frá því sem áður var, þegar heita mátti að algerlega skorti lagaákvæði um þessi félög. En eg hygg, að sú reynsla, sem þegar er fengin á hlutafélögum hér á landi, sýni það, að nauðsyn hafi verið á íslenskum hlutafélagalögum. Eg ætla ekki að fara að rekja öll þau nýmæli, sem þessi nýju hlutafélagalög vor hafa að geyma. Til þess er ekki tími. Eg vildi aðeins benda á nokkur atriði í þeim, bæði þau nýmæli, sem mest er um vert, borið sam- an við ástandið sem áður var, og jafnframt á nokkra annmarka, sem að mínum dómi eru á lögum þessum. 1 1. gr. laganna er gefin skilgreining á því, hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.