Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 20
14 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
stofnun hlutafélaga. Eru þau bæði fólgin í því, að fyrir-
skipuð er viss aðferð við stofnun hlutafélaga og að lögð
er rík ábyrgð á stofnendur félagsins. Hvað fyrra atriðið
snertir, gera flest hlutafélagalög mun á svonefndri
simultansstofnun, þ. e. þegar stofnendurnir taka alla hlut-
ina sjálfir, og svonefndri successivstofnun þegar leita á
til annara en stofnendanna um hluttöku í félaginu. I
fyrra tilfellinu eru reglurnar vægari. Yfirleitt er þá lát-
ið sitja við reglurnar um stofnsamningnn. þær eiga að
vera næg trygging fyrir stofnendurna hvern gagnvart
öðrum. Jafnframt eru þá sumstaðar ákvæði, sem setja
viss skilyrði fyrir því, að framsal á hlutum í félaginu sé
bindandi fyrir framsalshafa, t. d. 18. gr. norsku hluta-
félagalaganna og 14. gr. í nefndafrumvörpunum dönsku.
Er þetta gjört í því skyni, að komið verði í veg fyrir
að farið sé í kring um ákvæðin um successivstofnun með
þeim hætti, að stofnendur skrifi sig til málamynda fyrir
öllum hlutunum og bjóði þá síðan til kaups mönnum, sem
ókunnugt er um atvikin að stofnun félagsins. Annars er
þess og að geta, að nokkuð vafamál hefir þótt, hversu
rétt það væri að gera þennan mikla mun á simultan- og
successivstofnun. Stundum, t. d. í nefndafrumvörpunum
dönsku, er aðgreiningin bygð á öðru en því, hvort stofn-
endurnir taka hlutina alla sjálfir eða eigi, þ. e. á því,
hve margir gerast hluthafar. Séu hluthafarnir sérlega
fáir (10 eða 15 skv. frv.), segja menn, að komast megi
af með vægari reglurnar, því þá megi vænfca þess, að
þeir séu allir kunnugir stofnun félagsins, enda þótt þeir
séu ekki allir stofnendur.. Hinsvegar séu reglurnar um
simultanstofnun ekki sem tryggilegastar, því þeir sönnu
stofnendur geti safnað saman mörgum mönnum á stofn-
fundinn og látið þá undirrita stofnsamninginn athuga-
lítið. — Strangari reglumar, sem víðast hvar gilda um
successivstofnun, og skv. nefndafrumvörpunum dönsku
áttu að gilda ef hluthafar voru fleiri en 10 eða 15, eru
í stuttu máli fólgnar í því, að ekki má leita hlutafjár-
framlaga nema skv. opinberri auglýsingu þar sem skýrt