Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 29
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 23
sýnir tap. Frá þessari aðalreglu, að ágóði, sem fenginn
er, verði fyrst að ganga til að vinna upp tap, sem orðið
er, áður en hann kemur til úthlutunar til hluthafa, gera
lögin tvær undantekningar. önnur er sú, að hafa má
sjóði til að vinna upp tap, og nota þá til þess, þó að
tekjuafgangur verði. Ef þessir sjóðir hrökkva til að vinna
upp tapið, má því úthluta ágóðanum óskertum. þetta er
dálítið varhugavert ákvæði, en það er þó tiltölulega mein-
laust í samanburði við hina undantekninguna. Hún er í
því fólgin, að félagið má hafa sérstaka sjóði til að tryggja
greiðslu arðs, er illa gengur, til þeirra sjóða má taka til
að greiða arð jafnvel þó að reikningshalli verði. M. ö. o.
þó félagið hafi tapað öllu hlutafénu á ánnu, þá getur
það samt með þessu móti greitt arð. Eg hygg, að slíkt
ákvæði finnist hvergi annarsstaðar í hlutafélagalögum.*)
í VI. kafla laganna eru ákvæði um slit félags, að
mestu sniðin eftir dönsku lögunum. þó er þar sumstaðar
breytt um til mikilla bóta. þannig er t. d. skilanefnd fé-
lagsins óheimilt skv. 41. gr. að greiða hluthöfum út hluta-
fé fyr en skuldir eru greiddar eða trygging sett fyrir
greiðslu þeirra, ákvæði, sem vitanlega er mjög þýðingar-
mikið fyrir skuldheimtumenn félagsins, en vantar í
dönsku lögin.
Um tvo síðustu kafla laganna, VII. kaflann um er-
lend hlutafélög og VIII. kaflann, sem hefir að geyma
ákvæði um refsingar o. fl., skal eg ekki tala neitt nánar.
Aðeins vil eg taka það fram, að eg sakna úr síðasta kafl-
anum ákvæða um skaðabótaábyrgð stofnenda, stjórn-
enda og skilanefndamanna félags. Eins og eg hefi getið
um áður, er víðast hvar lögð ströng skaðabótaábyrgð á
þá, og sú ábyrgð hefir vafalaust meiri áhrif en refsi-
ábyrgðin.
þó að margir gallar séu á þessum lögum, þá er
því samt ekki að neita, að þau eru mikil framför frá því
sem áður var. Og verði þeim vel framfylgt, geta þau
*) það var sett inn í frumvarpið á alþingi.