Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 34
28 Tímarit lögfræðinga og haglTæðinga.
samið hafði undirbúningsritgerð hvers máls, talað fyrst-
ur manna, en nú var sú breyting gerð á fundasköp-
unum, að aðalframsögumaður skyldi tala á eftir öll-
um aukaframsögumönnunum, en undan frjálsu um-
íæðunum. Auk þess hafði umræðuefnunum verið fækkað
um eitt. Var hvorttveggja gert til þess, að umræðurnar
gæti orðið enn ítarlegri en áður.
1. umræðuefnið var: Eftirgrenslun ogrann-
sókn í sakamálum, sérstaklega um það,
hverjir hafa skuli þau störf á hendi. Aðal-
framsögumaðurinn þar var Svíinn, dósent H a s s 1 e r.
llnigu undirtektir margra í þá átt, að störf þessi væri
best komin í höndum lögreglu- og ákæruvalds.
2. umræðuefnið var: Eiga norrænu löndin
að setja heildarlög (Kodifikation) um e i n k a-
rétt (Privatret) sinn? Aðalframsögumaðurinn þar var
Norðmaðurinn, próf. S t a n g, og lagðist hann allfast á
móti því, að svo væri gert. Aftur á móti héldu margir
því gagnstæða fram, og surnir vildu vinna að því, að
Norðurlönd eignuðust sem fyrst sameiginlega lögbók á
pessu sviði. Hins vegar tók L. H. B. í sama streng og
próf. Stang. Kvað íslendinga naumast mundu eiga sam-
ieið með öðrum Noiðurlöndum í þessu efni að svo stöddu,
vegna ólíkra lífskjara á ýmsum hér að lútandi sviðum.
3. umræðuefnið var: E r tímabært a ð 1 ö g-
heimila linun samninga vegna ófyrirsjá-
nnlegra erfiðleika á efndum. Hafði þar aðal-
Iramsögu Daninn, hæstaréttarmálflutningsmaður S t e g-
1 i c h -P e t e i' s e n. pótti flestum slík lagaheimild
æskileg.
4. og síðasta umræðuefnið var: U m t a k m ö r k u n
lögerfða vegna skyldleika, og hafði Norðmað-
urinn, próf. K n o p h, aðalframsögu í því. Kom flestum
saman um, að takmarka bæri, framar en nú er lögmælt,
aðrar skyldleikaerfðir en afkomenda, þar á meðal L. H.
B., sem vildi jafnvel fara jafnlangt svissnesku einka-
lögbókinni. Ilreyfði hann því jafnframt, að sennilega