Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 36
St j órnartí ðindin.
Eins og kunnugt er, þá er ríkisstjórninni stjórnskipu-
lega skylt að birta öll ný lög. Birtingarmátinn er lög-
ákveðinn og í því fólginn, að prenta á ný lög orði til orðs
í A-deild Stjórnartíðindanna og síðan (jafnframt) geta
þess í B-deild, að lögin séu komin út í A.
þetta er vitanlega áskilið, til þess að tryggja ríkis-
borgurunum og öðrum, sem lögunum eiga að hlýða, það,
að lagaframkvæmdarvaldið fari eigi öðru fram gagnvart
þeim en því, sem boðið eða leyft er í lögum. Enda er
litið svo á, að óbirtum eða ólöglega birtum lögum verði
eigi beitt gegn öðrum en þeim, sem sanna má, að vitað
hafi um óbirtu eða ólöglega birtu lögin. En það er í raun-
inni sama og að lögunum verði alls eigi beitt, því að það
mun langoftast ókleyft að sanna, að maður hafi vitað
af slíkum lögum.
pví verður þegar af þessari ástæðu að vænta þess,
að lög séu löglega birt svo fljótt, sem frekast má verða.
En auk þess herðir önnur ástæða á kröfu um bráða
birtingu nýrra laga. Hún er sú, að ný lög ganga yfirleitt
ekki í gildi fyr en 12 vikum eftir að þess hefir verið getið
í B-deild Stjórnartíðindanna, að lögin séu prentuð í A-
deild. — það nægir ekki að birta lögin í Lögbirtinga-
blaðinu. Slík „birting“ skiftir yfirleitt engu máli að lög-
um. — Dráttur á lögmæltri birtingu nýrra laga í Stjórn-
artíðindunum merkir því yfirleitt sama og dráttur á
framkvæmd laganna.
Langlengst hefir bæði A og Bdeild Stjórnartíðind-
anna komið út á lausum blöðum, jafnóðum og efni varð
til. En fyrir nokkrum árum var tekið upp á því, að gefa
hvora deildina um sig út í heftum.