Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 38
Lagasöfnin.
Einasta sjálfgilda (autentiska) lagasafn vor íslend-
inga er A-d eild Stjórnartíðindanna, sem kem-
ur út árlega frá og með 1874. En auk þeirra eigum vér
stórmerkilegt lagasafn, „Lovsamling for Islan d“,
sem þeir Jón Sigurðsson forseti og Oddgeir Stephensen
deildarstjóri gáfu lengst af út í sameiningu.
En vitanlega er hvorugt þessara safna við almenn-
ings hæfi. Til þess er hvort um sig alt of stórt. Síðara
safnið er 21 bindi og tekur til undir 800 ára. En Stjórn-
artíðindin verða bráðum fimtug, og eldast vitanlega með
ári hverju. Auk þess eru bæði söfnin alt of dýr.
En þau eru hvorug lengur við hæfi lagamanna.
I.ögin eru annars vegar orðin mýmörg og mörgum breytt
ár eftir ár, án þess að stofn og breytingar sé feld sam-
an, og hins vegar er engin viðunanleg heildarefnisskrá
til, hvorki við Stjórnartíðindin né Lagasafnið. Enda munu
sárafáir lagamenn rannsóknarlaust vita deili jafnvel á
öilum heldri lögum, og enginn á öllum.
Af því leiðir, að lagaúrgreiðslur munu vera æði mis-
jafnar í landi hér, og allmjög á reiki. Er þetta hvortveggja
í senn: angursefni samviskusömum embættismönnum og
liáskasamlegt réttarmeðvitund almennings og hagsmun-
um hans.
Til þessa haí'a og margir góðir menn, jafnt leikir og
lærðir, lengi fundið. Og upp úr slíkri meðvitund mun
bæði Lagasafn handa alþýðu og Lagasafn próf.
E e i n a r s Arnórssonar hafa sprottið. En því miður
féllu bæði í valinn fyrir örlög fram. Alþýðulagasafnið
lést í árslokin 1909. Og Lagasafn próf. Einars nær ekki
lengra en fram á árið 1873. Og sé eg sérstaklega eftir