Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 45

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 45
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 39 pólitík, sem hefir sömu endingu, er búið að ryðja sér svo til rúms, að því verður trauðla aftur útrýmt. Eg vil samt ekki stinga upp á, að orðið statistik sé látið sigla í kjöl- far þess, því að það virðist ekki fara vel í íslensku og öllu lakar en pólitík. En eg hygg, að orðið talfræði fullnægi öllum sanngjörnum kröfum, sem heiti á statistik. það er alíslenskt og jafnhandhægt sem hagfræði, en hef- ir það fram yfir, að það felur betur í sér það, sem ein- kennir alla statistik, sem nú er nefnd svo. Orðið er myndað af tal, sem er stytting fyrir talning og kemur íyrir í orðunum framtal, manntal o, fl. En öll statistik byggist á einhverskonar talningu. Og þó að orðið tal- fræði tæmi ekki hugtakið statistik, þar eð talningin ein er ekki nægileg, heldur verður einnig flokkun að koma til, til þess að um statistik sé að ræða, þá er það samt fyllilega nægilegt að orðið felur í sér aðaleinkennið. það kynnu ef til vill sumir að álíta það töluverða ástæðu gegn því, að hætta að nota orðið hagfræði sem heiti á statistik, að orðin hagskýrslur og hagstofa eni samstofna við það, en þau hafa fengið sérlega festu sem heiti á opinberu ritsafni og opinberri stofnun. En þótt talfræði værí tekið upp sem heiti á statistik, þá gætu orðin hagskýrslur og hagstofa haldist óbreytt, þrátt fyr- ir það. þau hafa nú fengið svo ákveðna merkingu, að það er lítil hætta á, að þau verði notuð um annað, og það er engin nauðsyn, að nöfnin sjálf útskýri beinlínis hvað þau tákna, ef menn aðeins vita við hvað er átt. En auð- vitað mætti líka breyta þessum nöfnum, ef svo sýndist, í samræmi við orðið talfræði, enda væru t. d. nöfnin tal- skýrslur og talstofa fult eins laggóð og skýrðu betur við hvað er átt. Ef til vill má búast við, að orðið talfræði sæti ein- hverjum mótbárum vegna þess, að því svipar svo mjög til orðsins talnafræði, að menn kynnu að óttast, að það gæti valdið misskilningi eða glundroða. En sá ótti virð- ist ástæðulaus, því að þess eru ýms dæmi, að jafnlítill munur er á heitum sumra annara fræðigreina. Svo er

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.