Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 53
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 47
Tidsskrift for Retsvidenskab byrjaði 1. janúar þ. á.
35. árið. það kemur út í 4 heftum á ári, en stundum eru
2 hefti lögð saman, og svo er um 1. og 2. hefti yfir-
standandi árgangs. pau ei*u um 14 arkir eða 216 bls.
Ijangmesti hlutinn, um 178 bls., er minningarritgerðir um
fyrrum prófessor, síðar ráðherra og sendiherra Prancis
Hagerup, sem var aðalritstjóri tímaritsins frá upphafi
þess 1888 og til dánardags 8. febr. 1921, og einn meðal
mestu lögfræðinga Norðurlanda á sinni tíð, skrifaði meira
og minna um nálega allar greinir lögfræðinnar og var
einkar laginn á ljósa framsetningu. 38 síðustu blaðsíð-
urnar eru upphaf ritgerðar: „Indledning til Studiet af
den almindelige Retslære“, sem Hagerup hafði byrjað á,
en lést frá. Aðalminningarritgerðin er eftir prófessor
Frederik Stang í Kristíaníu, sem nú hefir tekið
við aðalritstjórn tímaritsins. Auk próf. Stangs sitja nú í
ritstjórninni: Herman Scheel, forseti í hæstarétti
Norðmanna, dönsku prófessorarnir Franz Dahl og
C a r 1 T o r p og Svíarnir, hæstaréttardómari A 1 b e r t
K ö r s n e r og prófessor Östen Unden.
Tímaritið hefir, auk vísindalegra ritgerða, árlega
ílutt yfirlit yfir norræn lög og helstu lög annara landa,
skýrslu um útkomnar norrænar lagabækur og yfirlit
yfir merka dóma norrænu hæsturéttanna. það er því
nauðsynlegt hverjum lagamanni, sem hafa vill kynni af
norrænni lagasetningu og lagameðferð og af norrænni
lögfræði.
Tímaritið, sem er um 30 arkir á ári og útgefið af
„Den Stangske Stiftelse“ í Kristíaníu, er, vegna gengis-
ins, hentast að kaupa hjá bókaverslun H. Aschehoug &
Co. 30 árgangarnir framan af þvi kosta samtals 150 kr.,
en hver hinna 12 kr. Eg veit af 2 heilum eintökum hér
á landi, öðru í lagadeild Iláskólans og hinu í eign ein-
staklings. Svo munu 2 af gömlu amtsbókasöfnunum eiga
sitt eintakið hvort, en í eintak Landsbókasafnsins mun
vanta 7 síðustu árgangana,
Vitanlega er tímarit þetta of dýrt til þess að margir