Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Blaðsíða 3
Jólin 1947 Jólin 1947 AlJ>ýáumaáuiinn Þú dularsól, þú Ijúfa Ijós, sem leiftrar skærst á tregans ós og leiðir lönd úr sjó, lil þín, til þín um heiðloft há minn hugur rís í vaxtarþrá og leið að Ijósi og ró. Sem gróðrarhlær livert boð frá þér minn harrn ég snerta finn. Um hug af eilífð angan her liver unaðsgeisli þinn. í skuggahyl, um eitur-ár er örstutt leið — en furðu sár. Með liraða oft dagur dvín. Mörg hugarsnekkja í haturs röst og haturs ís varð skrúfuð föst og leidd af leið til þín. Mörg gleðistund að visnun veit og varð að kefndargjöf. Oft sorgarljár við lijarta lmeit hjá hljóðri moldargröf. H vert heimsins lán —- nerna aðeins eitt — að eðli er valt, sem kalt og heitt; í grát oft gleði brást. Hver vinarliönd er veik í raun — margt vinarauga fest á laun —- og hvikul konuást. Frá harmi móður harnið fer, er bernsku skjólþrá dvín. Hvert gamalmenni einstætt er, sem ekki á leið til þín. Um hug fer munar minja fjöld — og mörg er hlý, en önnur köld —- sem leiftur líði um ver. Mörg von í huga vorhjört rann, en víðast geislatogann spann mín æskuást á þér. Margt venjuskurn sem vorsól hlý með vendi Ijóss hún klauf. Og jafnvel harms míns klakakví hún kaus til fangs og rauf. Þú sólna sól! Þú Ijósa Ijós! sem leiftrar skærst á tregans ós og stafar styrk og fró, við hljóðlát, ósæ innhrif þín hver andans perla vex og skín og leiðir líf að ró. Til þín, til þín um heiðloft há minn hugur vœng sinn ber. Mín œðsta von og innsta ]>rá í eining liníga að þér. SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.