Dýraverndarinn - 01.05.1979, Side 14
Eintal í dýragarðinum
eftir Bernhard Wicksteed
Dag nokkurn veitti ég mér þá
ánægju að fara í dýragarðinn með
Chapman Pincher. Það er ekki
hægt að fá betri leiðsögumann
en Chapman Pincher, og það er
best að gefa honum orðið án frek-
ari umsvifa. „Við skulum fyrst
fara í apahúsið," sagði hann, það
er næst. Sjáðu, þarna er órangút-
aninn. Sérðu hann? Þarna í miðri
hálmhrúgunni? Órangútaninn er
allra apa skynsamastur. Hefurðu
heyrt um villimennina á Borneo?
Það voru órangútanar. „Órangút-
an" er úr máli innfæddra á Borneo
og þýðir „gamall skógarmaður".
Ef karlinn þarna í hálmhrúg-
unni vildi koma nær, mundirðu
taka eftir dálítið sérkennilegu við
hendurnar á honum. Þegar þær
eru í náttúrlegri hvíld, eru þær
krepptar. Það er til þess að hann
geti haidið sér í grein þótt hann
sofi. Ef lófinn opnaðist, þegar
slaknaði á vöðvunum, mundi hann
detta niður.
Annað sérkennilegt við órangút-
ana er, hvernig þeir drekka. í
skógunum svala þeir þorstanum
með því að sleikja dögg af lauf-
blöðum trjánna. Þess vegna drekka
þeir ekki eins og aðrir apar, ef
þeim er fengin skál með vatni,
heldur dýfa þeir strái ofan í vatn-
ið og sleikja það síðan.
Auðvitað getur enginn af öpun-
um talað, en sá hluti heilans, sem
tengdur er málinu, er mjög
þroskaður hjá þeim, og þeir geta
gert sig skiljanlega með svipbrigð-
um.
Allir apar eru fljótir að læra að
nota kvisti og prik til að ná sér í
fæðu, en þeir hafa aldrei lært að
nota þau sem vopn. Þó hafa ba-
búnarnir komist upp á að kasta
steinum.
Á meðan við erum að tala um
apana: veistu, að það eru aðeins
amerískir apar, sem hafa griphala?
Flestir halda, að allir apar geti
hangið á hölunum, en svo er ekki.
Þarna hinmegin eru babúnarnir.
Þeir lifa næstum alltaf í hópum,
sem stjórnað er af einræðisherra.
Á meðan hann ræður, eru allir
kvenaparnir í hópnum hans eign.
En dýrðin stendur venjulega ekki
lengi. Nokkrar vikur í hæsta lagi;
þá er hann annað hvort drepinn
eða einhver sterkari api flæmir
hann burtu. Babúnar geta verið
grimmir, og jafnvel ljón eru hrædd
við þá.
Mandrillinn, þessi þarna, sem er
eins og enski fáninn í annan end-
ann og sólsetur í hinn, er líka hug-
aður. Hann getur stökkt hlébarða
á flótta einn síns liðs. Mandrill-
arnir éta skorpíónur (eitraðar
köngulær). Þeir grípa þær í sand-
inum og draga úr þeim eitur-
oddinn með fingrunum.
Og nú skulum við líta á fisk-
búrin. Eg ætla að biðja þig að
taka eftir augunum á fiskunum,
það er dálítið sérkennilegt við þau.
Á þeim fiskum, sem eru æti ann-
ara sjávardýra og alltaf þurfa að
vera varir um sig, eru augun sitt
hvorum megin á höfðinu, til þess
að sjónsvið þeirra sé sem allra
stærst. En á ránfiskunum, eins og
t. d. geddunni og silungnum, eru
DÝRAVERNDARINN