Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Page 16

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Page 16
ljónin. Það er offramleiðsla á ljónum í Bretlandi sem stendur. Þú getur fengið ljón fyrir 400 krónur, en hvernig þú átt að fá mat handa því veit ég ekki. Við skulum líta snöggvast á mörgæsirnar. Þær synda með hreifunum en ekki fótunum. Keisaramörgæsin er skrítinn fugl, og undarlegt, að hún skuli ekki deyja úr. Eggin eru mjög oft ófrjó, og ef þau klekjast ekki út, leggst hin vonsvikna móðir á egg annarar mörgæsar. Þetta leið- ir til árekstra og eggin brotna. Afleiðingin af þessu er sú, að ekki kemur ungi nema úr fjórða hverju eggi. Mörgæsirnar lifa að- eins í suðurheimskautslöndunum. Aftur á móti lifir rostungurinn aðeins í norðurhöfunum. Hver er sannleikurinn um þorstleysi úlfaldans? í maga hans eru 600 hólf, sem öll geta geymt vatn. Hann getur drukkið í einu vatn, sem nægir honum til sex daga. Arabar gefa þeim salt að éta áður en þeir drekka til þess að gera þá þyrstari. Og nú skulum við rétt sem snöggvast líta á fuglana, og því hraðara sem þeir fljúga, því létt- ar er þeim um andardráttinn. All- ir hafa þeir fitukirtil nálægt stélinu, og með fitunni úr honum smyr fuglinn fjaðrir sínar. Það er þessi fita, sem veldur því, að fjaðrirnar hrinda frá sér vatni. Ef önd væri sett í vökva, sem leysti upp þessa feiti, mundi hún sökkva upp að hálsi. Spendýrin framleiða D-víta- mín fyrir áhrif sólarljóssins á fyrrnefnda feiti. - Ef ólag kemst á fitukirtilinn við stélið, fær fugl- inn beinkröm á sama hátt og barn, sem ekki fær rétta fæðu. Ertu nú farinn að þreytast? Við skulum líta á fílinn rétt sem snöggvast áður en við förum. Hvað heldurðu að séu margir vöðvar í rana fílsins? Þeir eru 40.000. Fullvaxinn fíll getur lyft einni smálest með rananum. Það er sérkennilegt við fílinn, að forustufíllinn er nálega alltaf kvenfíll. Karlfílarnir eru með í hópnum, en virðast engu ráða. Fíllinn getur drukkið 60 lítra í einu. Stundum sofa þeir standandi og leggja ranann í trjákverk til að hvíla höfuðið. Það er sagt, að þeir verði 100 ára, en sönnun hefur aldrei fengist á því. — Það eru ekki áreiðanlegar sagnir um eldri fíla en 70 ára. Páfagaukar, ernir og skjaldbökur geta öll lifað leng- ur en fíllinn. — Og svo er það flóðhesturinn ... Ha? Ekki núna? Jæja, við skoð- um hann þá næst." - Eg þakka Chapman Pincher fyrir allan fróðleikinn og kveð. Þýtt úr „Daily Express". Höfðingleg gjöf Kjartan Júlíusson, rithöfundur og bóndi að Skáldstöðum,, efri í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði hefur sent Sambandi dýraverndunarfé- laga íslands stórgjöf eða 100 þús- und krónur. Þessi fjárhæð barst til form. sambandsins í bréfi á- samt skrifaðri orðsendingu frá Kjartani svohljóðandi: „Peningar þessir eru gjöf frá mér til Dýra- verndunarfélags íslands. V onasl til ab1 þeir verði blessuðum skepn- unum til góðs. Virðingarfyllst, Kjartan Júlíusson.” Kjartan Júltusson. Sending þessi barst S. D. í. skömmu fyrir páska í vetur og sendi form., Jórunn Sörensen, Kjartani þakkarbréf þá þegar. í vetur, fyrir jólin, kom út bók eftir Kjartan á Skáldstöðum, efri, sem hét „Reginfjöll að haustnótt- um og aðrar frásagnir". Halldór Laxness skáld, sem er persónulegur vinur Kjartans, var hvatamaður að útgáfu bókar þess- arar og skrifaði stórsnjallan for- mála fyrir henni. G. H. 16 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.