Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 18
stundum kafaldsfjúk. Kofinn með brotna glugganum og hengda manninum var fjarlægður strax deginn eftir að ég fann hann. Það fauk í flest skjól. Ég varð að vera á veiðum mest- alla nóttina ef ég átti að hafa í mig, og ég þurfti mikið að éta, því ég var kettlingafull. Undir morg- uninn reyndi ég að sofna í ein- hverju afdrepi og vaknaði köld og stirð. En eina merkilega reynslu fékk ég þetta vor: Ekki eru allir hundar slæmir. Skammt frá hesthúsunum stóð gamalt hús. Þar bjuggu gamall maður og gömul kona og þau áttu gamla tík. Hún var gráhærð og feit og stirð og heyrði illa. Hún átti lítið hús úti í garðinum og þegar gott var veður lá hún þar úti. Oðru hvoru staulaðist gamli maðurinn eða gamla konan út til hennar með sopa eða bita. Svo buldruðu þau einhver ósköp við hana. Ég skildi ekki orð. Þetta fólk talaði öðruvísi en annað mann- fólk sem ég hef þekkt. Nú, gamla tíkin torgaði ekki öll- um þessum mat. Þegar mjólkin flóði út af skálinni hennar og við villikettirnir sátum á girðingunni og sleiktum út um leit hún til okk- ar og sagði: — Uhu — uhu. Þá vissum við að okkur var ó- hætt að koma og lepja. Þá sletti hún sér niður og sofnaði. Þetta var góð gömul tík. Aldrei sagði hún annað en uhu, en smám saman lærðist okkur við hvað hún átti hverju sinni. Og einu sinni sá ég hana sleikja blautan kettling. Vita- skuld var af henni hundalykt, en við það gat hún ekki ráðið. Og illa daga hefði ég átt meðan ég var að venjast útilífinu ef ég hefði ekki hafr aðgang að mjólkinni hennar. Það var rétt byrjað að hlýna þegar ég fæddi kettlingana. Þeim var öllum rænt frá mér. Ég hafði ekki falið þá nógu vel. Dag eftir dag leitaði ég og kallaði. Spenarnir voru þrútnir af mjólk og mig verkj- aði í þá þegar ég hljóp. Ég fór jafnvel aftur inn í þéttbýlið til að leita. Eitt sinn kom ég í stóran garð þar sem vagn með mannskettlingi stóð einn og yfirgefinn. Það var hvasst og unginn orgaði allt hvað af tók. Kannske átti hann enga að? Ég hoppaði upp í vagninn. Ung- inn hætti að öskra þegar hann sá mig og ég néri mér við andlit hans. Honum var kalt og það var engin mjólk hjá honum. Kannske vildi hann sjúga mig. Ég hringaði mig utan um höfuðið á honum og reyndi að kenna honum að sjúga. Það var þægilegt að finna ylinn við bólgna spenana. En á svipstundu var friðurinn úti. Ótal kvenmenn æptu og hvæstu og hristu vagninn. Þær lömdu með húfum og vettlingum og ein þeirra fór að orga. Hvernig mundu þær láta ef kettlingnum þeirra hefði verið rænt eins og mínum? Mundu þær gæta hans betur næst? Ég reyndi að forða mér þó ég ætti illt með að hlaupa og brátt var garðurinn úr augsýn. Þreytt og sárfætt kom ég til gömlu gráhærðu tíkarinnar. — Uhu — uhu, sagði hún og þefaði vinalega af mér. — Hvolp- arnir mínir hurfu líka alltaf. Það var hræðilegt — uhu - hræðilegt. — Ég hélt að þau væru góð, sagði ég og horfði heim að hús- inu. Vafalaust var hlýtt og nota- legt þar inni. — Þau eru góð, sagði tíkin, - en fyrri húsbóndi minn var hræðileg- ur. Hann var alltaf illur og seinast dó hann úr illsku. Þá var ég hepp- in — uhu. Það hélt áfram að vora og veðrið hlýnaði stöðugt. Mér fór að líða betur. Ég hélt mig nú í grennd við öskuhaugana. Þar bjuggu marg- ir villikettir, enda var þar nóg af feitum rottum. Úti í mýrinni voru fuglar og mýs. Sólin yljaði okkur á daginn og á kvöldin voru sam- söngvar og ástaleikir. Allur heim- urinn iðaði af lífi. Kvöld nokkurt þegar himininn var eins og eldur, hitti ég stóra gráa fressið sem hafði gert mér til- boðið forðum. Hann settist skammt frá mér og söng heillandi söng um marga gráa kettlinga sem ég mundi eignast ef ég kæmi með honum. Ég gat með engu móti staðist þennan töfrasöng. Og ég veit ekki um neinn sem getur það. Við settumst síðan að í bílhræinu úti í mýrinni og lifðum kóngalífi. Svo komu kettlingarnir, margir og gráir. Ég fæddi þá undir aftur- sætinu á fyrstu rigningarnótt sum- arsins. En undir sætinu var þurrt og gott. Ég sleikti þá alla og snyrti og hringaði mig svo utan um þá meðan þeir sugu. Ég vissi að í dög- un mundi bóndi minn færa mér feitan fugl eða mús. Og ég hugs- aði með hálfgerðri vorkunn til hús- kattanna inni í borginni. Á sumrin er ekki til betra líf en villikattar- ins. Bara að Kitti litli gæti flutt hingað til mín. Það gerði hann nú reyndar, þó það yrði því miður ekki líkt því sem ég óskaði mér. Svo var mál með vexti að uppi í hæðinni gegnt haugunum stóð nýsmíðuð hvirfing af almennileg- um íbúðum. Nú vissi ég hvernig þær voru. Þetta voru þá bara hús, 18 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.