Dýraverndarinn - 01.05.1979, Síða 19
svipuð kubbahúsum Kitta. Fólkið
þar var vægast sagt ískyggilegt, alls
öðru vísi en fólkið sem bjó kring-
um hesthúsin.
Samt kom það fyrir að ég lædd-
ist upp á brekkubrúnina á dimm-
um kvöldum. Ég sat þar í hnipri og
hlustaði á þytinn í grasinu og
mændi á alla þessa glaðbjörtu
glugga. Ég vissi að innan þeirra
voru börn og hlýja og gnægðir af
mat sem kom án þess að þyrfti að
rétta út loppuna. Hafir þú eitt
sinn verið húsköttur verður þér á-
vallt undarlega innanbrjósts á slík-
um stundum.
En svo kom tunglið upp og ég
hélt út í mýrina að veiða fyrir
heimilið. Því þó kettlingarnir væru
snöggir og liðugir, fældu þeir upp
hverja bráð með óvarkárni sinni og
hefðu fljótt orðið mjóslegnir ef ég
og faðir þeirra hefðum ekki dregið
að.
— Hættu að snatta kringum
mannfólkið, sagði bóndi minn. -
Það endar með því að það drepur
þíg.
En ég hélt áfram að sitja uppi í
brekkubrúninni á kvöldin.
Eitt kvöldið kom ég óvenju
snemma. Það var enn ekki orðið
dimmt. Og þá kom ég auga á Kitta
htla. Hann hafði að vísu stækkað,
etl samt var það hann sem rölti
þarna milli pollanna. Ég gleymdi
mér og reis upp og þá sá hann
mig.
— Diss-iss! æpti hann og
heygði öllu frá sér. Við hlupum
hvort á móti öðru og Kitti féll á
kné en ég klifraði upp í fangið á
honum. Ég var aftur orðin köttur
einhvers, köttur sem barni þótti
vænt um.
Ég var svo annars hugar að ég
fann ekki fyrir aðvörun um hættu
fyrr en um seinan. Spretthýsi skall
dýraverndarinn
á okkur og velti okkur upp úr möl
og pollum.
Þegar ég rankaði við mér lá ég
úti í grasinu. Það var orðið dimmt,
nema livað ljós loguðu á staurum.
Ég reis varlega á fætur. Skrokkur-
inn var allur helaumur og ein víg-
tönnin brotin. Nú minntist ég
Kitta. Ég staulaðist þangað sem við
vorum. Það var ennþá blóð á grjót-
inu. Ég þefaði af því. Dauðablóð.
Mér fannst skrokkurinn á mér
vera að detta í sundur og ég hélt að
ég kæmist aldrei út í mýrina. Þá
varð ég einhvers vör. Það var Anna.
Hún gekk hægt og svipaðist um.
Ég hörfaði út í myrkrið. Hún kall-
aði lágt og ég heyrði að hún grét.
En ég svaraði ekki. Nú var ég ein-
skis manns köttur framar.
Tunglið var komið hátt á loft er
ég loks náði heim. Kettlingarnir
ætluðu ekki að þekkja mig og
hörfuðu frá mér. Ég skreiddist und-
ir aftursætið og hirti ekki einu
sinni um að sleikja af mér forina.
Um nóttina varð ég vör við að
fjölskyldan var að reyna að þrífa
feldinn minn, en ég var svo af mér
gengin að ég hvæsti á þau.
Og veturinn rann upp yfir mýr-
ina og haugana og hesthúsin og
það voraði á ný. Margir vetur og
sumur komu og hurfu. Við höfð-
umst við í hræinu og steingráu
kettlingarnir okkar voru orðnir
heill ættbálkur sem var á góðri
leið með að skapa nýja þjóð á
öskuhaugunum. Ég fór aldrei fram-
ar upp í brekkubrúnina.
Aftur á móti komu íbúar al-
mennilegu íbúanna stundum til
okkar. Það voru mest hálfvaxnir
ungar sem komu út í mýrina til að
breima. Ef rigndi skriðu þeir stund-
um inn í bílhræið okkar. Við vor-
um orðin vön frekju mannanna og
skildum auk þess vel að ekki var
hentugt að breima í almennilegum
íbúðum, svo við settumst undir bíl-
inn þau kvöld sem rigndi.
Stundum komu líka krakkar að
leika sér á haugunum. Allt var
þetta hátíð hjá því þegar ófétið fór
að birtast.
Ófétið var langt og mjótt mann-
dýr, náhvítt á andlit eins og hunds-
hauskúpa sem ég sá eitt sinn, með
ljósar hárlufsur lafandi um haus-
inn. Hann læddist um öskuhaug-
ana og drap allt sem hann náði til
með stórum klippum sem hann
stal í hesthúsunum. Ódauninn lagði
af honum eins og reykjarmökk og
viðurstyggilegt loftfólk þvældist í
kringum hann.
Það var hann sem réð bónda
minn af dögum.
Haustkvöld eitt kom hann heim
með fallega feldinn sinn sundur-
flakandi og löðrandi í blóði. Hann
gaf mér merki um að nálgast sig
ekki. Þá vissi ég að hann var feig-
ur. Hann lagðist fyrir milli fram-
hjólanna án þess að kveinka sér.
Um morguninn dó hann.
Ég sat ein og horfði á dögunina
sniglast upp á himininn. Friðlaust
land, hafði gamli húsálfurinn sagt.
Friðlaust land.
En svo kom að því að Ófétið -
eins og allir aðrir — framdi mistök
lífs síns. Það var þegar hann klippti
skottið af gömlu gráhærðu tíkinni.
Okkur stóð stuggur af gömlu hjón-
unum næstu daga. Það neistaði
kringum þau. Kvöld eftir kvöld
haltraði gamli maðurinn — sem
okkur hafði sýnst að kæmist varla
um garðinn - út á öskuhaugana og
faldi sig. Ég sat oft í nánd við
hann, því það fylgdi honum matar-
og húsalykt. Og kvöld nokkurt í
þoku þegar Ófétið kom granda-
Iaust á haugana, sat gamli maður-
19