Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 21
Ég þreif fuglinn og hljóp af stað, en hættumerkin ágerðust í sí- fellu og loks sleppti ég bráðinni og hljóp allt hvað af tók heimleiðis. Þegar ég kom að bílliræinu mætti ég gráu, löngu og mjóu dýri sem horfði illyrmislega á mig. Það var blóðlykt af því og ég heyrði ekkert til kettlinganna. Ég stökk ósjálfrátt. Blóðlyktin gerði mig tryllta. Minkurinn ætl- aði að víkja undan, en ég komst á hliðina á honum þótt snöggur væri. Við veltumst um frosna móana. Drápsfýsnin vall og ólgaði inni í mér. Kvikindið reif og tætti, en mér stóð á sama. Verst var hve illt var að halda tökum á honum. En svo fór hann að linast í bardagan- um og loks hafði ég hann undir. Ég stóð um stund og horfði á hann eftir að hann hætti að hreyf- ast. Ég hafði aldrei drepið mink - afrek sem hver köttur mundi stæra sig af. En kettlingarnir mínir - skyldi nokkur þeirra vera á lífi? Ég haltr- aði og skreið undir aftursætið okk- ar. Skræpótti hópurinn minn var horfinn. f bælinu lá lítil framlöpp og á öðrum stað skott. Samt kallaði ég. Og mér til mestu furðu kvað við eymdarlegt mjá einhvers stað- ar fram í. Tveir litlir skræpóttir hljóðabelgir húktu þar skjálfandi af hræðslu. Ég sleikti þá og hugg- aði og gaf þeim að drekka. Annar var særður, óvinurinn hafði bitið hann um leið og hann banaði ein- hverju systkinanna. Ég sperrti sífellt eyrun meðan kettlingarnir drukku og gaf mér varla tíma til að sleikja mín eigin sar. Nú var ekki þorandi að hafast hér við lengur. Ég varð að finna nýtt fylgsni. í rökkrinu hélt ég svo af stað. Og viti menn - yfir við hesthúsin DÝRAVERNDARINN hafði opnast gat inn í eitt heystæð- ið, alveg niður við jörð. Þarna var hægt að troða sér inn í heyið. Ein hinna gráu dætra minna hafði þeg- ar gert sér bæli þar og ætlaði að fara að gjóta. — En við komumst vel fyrir hér báðar, sagði hún. Og ég skokkaði til baka að sækja kettlingana. Þegar ég kom með þann seinni var dóttir mín búin að gjóta og fyrri kettlingurinn sestur að hjá henni. Ég lagðist með hinn rétt við opið. Það var sá særði. Ég hringaði mig utan um hann eins og móðir mín hafði gert forðum og lokaði augunum. Ég var mædd, svöng og þreytt. En heyið var þó mjúkt. Og skeð gat að fuglinn væri enn þar sem ég fleygði honum. Ég ætlaði að að- gæta það áður en birti. Sem betur fór var þetta mildur vetur. Við mæðgurnar skiptum með okkur verkum, önnur lá jafn- an hjá kettlingunum meðan hin fór til aðdrátta. En dóttir mín var ung og léttúðug og brátt var hún aftur kettlingafull. Þetta var mjög óhentugt. Villi- köttur á að gjóta að sumri, helst að vori. Hún lagði af og varð ljót og ræfilsleg og hætti að mestu að mjólka. Ég var tekin að eldast og það var lítil mjólk í mér. Ég lagði alla stund á að kenna ungviðinu að veiða svo það yrði sem fyrst sjálf- bjarga. Þegar hestarnir voru úti fórum við inn í húsið þeirra og upp í stallinn. Þar var oft mjöl og brauðskorpur sem við gátum nag- að. Stundum var meira að segja svolítið smjör á skorpunum. Svo eignaðist dóttir mín einn kettling, lítinn og horaðan. En hann var fallega bröndóttur eins og ég. Mesta furða að hann skyldi tóra, því stóru kettlingarnir gleyptu að mestu mjólkurdreitilinn hans. Og ekki batnaði í búi í skammdeginu. Eitt sinn fór dóttir mín á veiðar í ljósaskiptunum. Kettlingarnir þóttust ætla að elta hana en gáfust brátt upp og fóru að leika sér. Ég lá hjá þeim litla bröndótta og hann tottaði þurra spenana. Bara að það færi nú að styttst í vorið með sól og hlýju og fuglaveiðar. Ég sleikti litla Brand og kúrði mig niður í heyið. Veturinn er erfiður tími. Stóru kettlingarnir komu hlaup- andi inn með úfið skottið. Óveður var að skella á. Óyndislegur dynur- inn fyllti loftið og mjallrokið þrengdi sér inun í holuna. Ræfils- legt loftfólkið hópaðist undir hlöðugaflinn, dapurt í bragði eins og því væri kalt. Ég hvæsti á það ef það kom of nálægt. Það gat snáf- að leiðar sinnar. Ekki þurfti það að hafa áhyggjur af mat eða húsa- skjóli. Það birti og dimmdi til skiptis. Illviðrið ætlaði engan enda að taka. Dóttir mín kom ekki heim. Hún kom aldrei framar. Loks þagnaði vindurinn. Ég haltraði fram í dyrnar. Það var tunglskin og blæjalogn. í fjarska spangólaði hundur. Mig sveið í trýnið af frostinu og mig sveið að innan af hungri. Inni í bælinu lágu kettlingarnir í hnapp. Brandur litli var orðinn máttlaus af sulti. Hann var hættur að mjálma. Ég stiklaði til hans og tók hann upp á hnakkadrambinu. Hann var lítill og léttur. Svo hélt ég afstað í áföngum áleiðis til húss mannsins og gömlu konunnar. Ég hefði aldrei trúað að það væri svona langt. En loks komst ég þangað. Birtu lagði út um gluggana. Ég draslaði kettlingnum upp á dyra- pallinn en hörfaði sjálf inn í 21

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.