Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Síða 26

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Síða 26
Heill Hagalín áttræðum Á s. 1. ári varð Guðmundur G. Hagalín áttræður, hann var mjög lengi ritstjóri þessa blaðs, eða ein 17 eða 18 ár samfleytt. Og á þeim árum breyttist Dýra- verndarinn að mörgu leyti tii hins betra. Guðmundur, sem er mikill dýravinur var óspar á að nota sinn hvassa penna, þegar ádeilu þurfti við, hvort sem það nú var vegna olíumengunar sjávar og fugladauða, hreindýradráps eða flekaveiði, fjár í svelti í ófærum eða yfirleitt vegna hvaða dýra- verndunarmála, sem upp komu hverju sinni. - Ekki gleymdi hann heldur yngri lesendum blaðsins, því að fjölmargt skrifaði hann og þýddi handa þeim af skemmti- legu efni. - Þegar Dýraverndarinn átti 50 ára afmæli skrifaði Guðmundur mh a. þetta: ÁRIN 1955-1964 Þegar ég tók við ritstjórn Dýra- verndarans, var mér það ljóst, að mig skorti sitthvað til að stjórna slíku blaði. Ég hafði ávallt haft gerði SDÍ hann að heiðursfélaga sínum og var hann fyrsti heiðurs- félagi sambandsins. Sæmdur var M. Watson stór- riddarakrossi Fálkaorðunnar með stjörnu í viðurkenningarskyni fyr- ir störf sín. Blessuð sé minning hans. G. H. yndi af dýrum, verið mjög hneigð- ur fyrir að kynna mér sem nánast alla háttu þeirra og hafði liðið við það, að aðstæður rnínar voru ár- um saman þannig, að ég gat ekki notið samvista við dýr. En ég var svo sem enginn fræðimaður í nátt- úruvísindum, og ég var ekki svo kunnugur dýraverndunarmálum sem skyldi. En það brann í mér að sjá og vita, hve ennþá var illa farið með dýr og hve illa voru ræktar skyldur yfirvalda um gæslu þeirra laga og reglugerða, sem tryggja skyldu dýrunum mannúð- lega meðferð. Ég setti mér þrjár reglur, þegar ég hóf ritstjórnina. í fyrsta lagi að leggja áherslu á baráttuna fyrir dýravernd og hlífast þar hvergi við, hvort sem í hlut ættu stjórnar- völd, gæslumenn laga eða ein- staklingar. í öðru lagi að freista þess að hafa í blaðinu sem fjöl- breyttastan fróðleik um dýr og frásagnir af þeim, vel og skemmti- lega framsett, og ef slíkt efni reyndist ekki fáanlegt í rituðu formi, sem fullnægði kröfum mínum, yrði ég að skrifa það eða þýða og gefa því eins aðlaðandi form og mér væri unnt, því að auk þess sem ég vissi, að fjölmargt af fullþroska fólki hefur yndi af slíku efni, vissi ég, að þess var brýn nauðsyn til að laða að blað- inu hinar ungu og uppvaxandi kynslóðir. í þriðja lagi að hafa sem nánasta samvinnu við for- ráðamenn blaðsins. Ég varð þess fljótt vís, að rit- stjórn blaðsins væri í rauninni þakklátt verk. Ég fékk margt bréfa frá ungum og eldri, þar sem lýst var ánægju yfir blaðinu, og marg- ir létu hana í ljós við mig, þegar fundum bar saman. Ég hef sjaldan verið glaðari en þegar ég ók úr garði á bæ einum í Austur-Barða- strandarsýslu. Ég kom þar síðla dags og spurði, hvar byggi maður, sem ég þurfti að hitta. Ég fékk greið og góð svör, og mér var boðið inn, en ég kvaðst því mið- ur ekki hafa tóm til viðstöðu. Þá var ég lítið eitt vandræðalega beð- inn að staldra við, meðan sótt væri kona, sem langaði til að sjá mig. Ég var ekkert óvanur því, að fólk, sem hafði lesið eftir mig skáldsögur, ævisögur eða greinar, 26 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.