Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 5
Eru veiðar eitthvert vandamál? ISAMBANDI við þann aukna á- huga á náttúruvernd sem gætir víða um heim á seinni árum hefur athygli manna beinst að hlutverki og áhrifum veiðimennsku. Sam- hliða þv.í að þrengst hefur um veiði- lendur og ósnortna náttúru um alla Evrópu hefur þeim sem stunda veiðar á landdýrum fjölgað jafnt þétt. Talið er að meira en 9 milljónir manna stundi nú slíkar veiðar í Evrópu. Hlutfallslega eru þeir flestir í Finnlandi eða um 300 þús- und og hefur fjöldi þeirra þrefaldast síðustu 50 ár. Þetta þýðir að u.þ.b. 60 af hverjum 1000 Finnum fást við veiðar. Sögulegar ástæður liggja að líkindum til þess að veiðar á fuglum og spendýrum hafa sjaldan orðið umræðuefni hér á landi út frá sið- ferðilegu sjónarmiði - eða í sam- bandi við dýra- og náttúruvernd. Öldum saman rak nauðsyn menn til að reyna að veiða sér til matar- og þótti sjálfsagt mál. Auk þess hafa viðhorf manna hér á landi eðlilega mótast af megindráttum í hugmyndum Vesturlandabúa á síðustu öldum um rétt mannsins til að hagnýta sér auðlindir náttúr- unnar og brjóta hana undir vald sitt eftir því sem frekast er kostur. Þetta viðhorf má rekja langt aftur í aldir en það hefur greipst óvenju fast í vitund 19. og 20. aldar fólks samhliða þeim tæknilegu framför- um sem auðvelduðu manninum sem aldrei fyrr að drottna yfír öðru lífi og ausa af auðlindum náttúrunnar. Veiðimennska féll auðvitað prýði- lega inn í þessa heimsmynd. Veiði- maðurinn var að sækja kærkomna bráð úr hendi náttúrunnar með sama rétti og fiskimaðurinn, bónd- inn og olíuhringurinn tóku sitt. Samhliða aukinni velmegun eftirstríðsáranna breytir veiði- mennskan nokkuð um eðli bæði hér á landi og erlendis. Áherslan flyst frá bráðinni - til útiveru og afslöpp- unar. Þess gerist ekki lengur þörf að veiða sér til matar. Verkaskipting í hinu iðnvædda neysluþjóðfélagi býður gnægð unninnar kjötvöru í kæliborðum stórmarkaðanna. En stressið sem fylgir einhliða störfum og umferðarþrengslum þéttbýlisins vekur aukinn áhuga á tómstunda- iðju sem gerir unnt að gleyma amstri hins daglega lífs. Eftirspurn eftir veiðitækifærum eykst. Veiðar verða virðulegt hobbí - enda þarf víðast hvar allmiklu til að kosta eins og eðlilegt er þegar framboð minnkar en eftirspurn eykst. Raun- ar höfum við hér á landi séð verð á laxveiðileyfum hækka ár frá ári enda þótt framboðið aukist jafnt og þétt. Og líklega kostar að jafnaði lengri tíma að veiða hverja rjúpu á seinni árum - miðað við þá tíð er rjúpnaveiði var stunduð sem viðbót við fæðuöflun heimilisins. Eftir að vitundin um viðkvæmni náttúrunnar og gagnvirk áhrif allra þátta lífkeðju og umhverfis hefur aukist hefur gagnrýni á rán- yrkju og eyðingu í náttúrunni orðið háværari á Vesturlöndum og þar með einnig hér á landi. Eins og allir vita hafa breytt viðhorf ekki getað komið í veg fyrir framhald á gróður- eyðingu á hálendinu og heila fiski- stofna erum við að setja í hættu. Of- beit og ofveiði sýna með átakanleg- um hætti hversu erfitt reynist að breyta rótgrónum viðhorfum - ef það kemur við pyngjuna. Jafnframt höfum við séð hve fúslega spjótum er beint gegn þeim dýrategundum sem maðurinn telur sig eiga í sam- keppni við um gæði náttúrunnar. Barátta íslendinga við örninn, fálk- ann og refinn er orðin löng. Það var ekki fyrr en þær tvær fyrrnefndu voru augljóslega komnar í útrým- ingarhættu að blaðinu var snúið við og hætt að ofsækja þær. En ný dæmi um harkalega atlögu að dýrum sem keppa við okkur um náttúrugæði eru alkunn - enda meðölin ókræsi- legri en fyrr. Hér er auðvitað átt við verðlaun hringormanefndar fyrir seladráp. Erlendis hafa ýmiss konar veið- Veiðimaður með ábyrgðartilfinningu, þekkingu og skotsnilld - hvar finnst hann? 3

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.