Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 8
sumra og Dr. S.B. de C. Baker hefur hefur sagt um þær: Aðalgagnið af þeim eru vísbendingar um þann skammt /af viðkomandi efnum/, sem þarf til að framkvæma sjálfs- morð.“ Enda þótt tilraunadýr kosti mikið fé og ýmsar aðrar prófunar- aðferðir lofi góðu (sbr. síðar), er lítið gert til að þróa þær aðferðir. Stór hluti prófana á dýrum hefur ekkert raunverulegt vísindalegt gildi, en eru framkvæmdar til að fullnægja lagalegum eða formleg- um kröfum eða samkvæmt ósk auglýsingadeilda viðkomandi framleiðslufyrirtækj a. Áhrif ýmissa efna á dýr gefa oft rangar upplýsingar um áhrif þeirra á menn. Gott dæmi um þetta er thalo- domide, sem orsakaði fyrir nokkr- um árum, að fjöldi barna fæddist vanskapaður. Efnið hafði ekki haft nein slík áhrif á tilraunarottur. Dæmi um hið gagnstæða: cortisone, sem orsakar vanskapanir hjá rott- um en ekki hjá mönnum. III Tilraunir, sem ekki gegna lœknisfrœðilegum tilgangi. 1. Prófanir á snyrti- og hrein- lætisvörum. Freyðibaðvörur, andlitskrem, svitalyktareyðir og önnur slík efni hafa verið vandlega prófuð á dýr- um. Fjöldi breskra fyrirtækja hafa lýst því yfir, að hreinlætisvörur þeirra hafi verið prófaðar á dýrum með tilliti til húðertingar og eitur- verkana. Opinberar skýrslur fyrir júní 1973 sýna, að næstum 100 nýjar tegundir snyrti- og hrein- lætisvara koma vikulega á breskan markað til að fullnægja þörfum rúmlega 21 milljón kvenna. Prófanir á snyrtivörum eru þrenns konar: augnskemmdapróf- anir, húðskemmdaprófanir og mötunarprófanir. Mötunarprófanir fara þannig fram, að snyrtivörum er dælt ofan í maga tilraunadýranna með maga- pípu og athugað, hve stóran skammt þarf til að drepa helming dýranna (LD 50 — prófun). Þar eð flestar snyrtivörur eru lítið eitraðar, þá þarf eigi að drepa rottu eða hund Þessi (ík verður drepin (il þess að sanna að áfengið sem hefur verið pín( ofan í hana hafa skaðað lifur hennar. með þeim, að neyða mikið magn snyrtivara niður í maga þeirra — og drepa þau þannig með að teppa eða eyðileggja innri líffæri, fremur en að um efnafræðileg áhrif frá snyrtivörunum sé að ræða. Auðvit- að er það í sjálfu sér ákaflega ógeð- felt að troða fæðu í dýrin gegn vilja þeirra — jafnvel þótt um góðan og hollan mat væri að ræða, svo sem til dæmis fangar í hungurverkfalli hafa fengið að reyna. Þegar það, sem troðið er niður í magann, er svo ekki einu sinni fæða, heldur mikið magn andlitspúðurs, ,,meik-öps“ eða hárvökva, eru þjáningar marg- falt meiri. Við prófanir byrja eiturefna- fræðingarnir á fullkomlega ban- vænum skömmtum og vinna síðan niður á við. Það er erfitt að ímynda sér mann neyða (og það getur kraf- ist mikilla líkamlegra krafta) mikið magn snyrtiefna niður í dýr, sem berst um á hæl og hnakka og kúgast — með þeim afleiðingum, að dýrið deyr örugglega. Meðal hryllilegustu pyndinga rannsóknarréttarins var að pína vatn niður í kok manna, en nú er litið á það sem eðlilegt formsatriði að neyða hreinlætis- vörum niður í kok dýra. Dæmi um breska tilraun: Ýmsar vörutegundir hafa verið prófaðar með tilliti til augnskemmda á Unilever rannsóknarstofunni Colworth/Welwyn, Colworth House Sharnbrook. Bedford. UK. Notaðar eru hvítar kanínur frá Nýja-Sjá- landi: „Engin svæfilyf voru notuð við þessar rannsóknir, en kanínurnar voru skorðarðar af á meðan prófun var framkvæmd og í fimmtán mín- útur þar á eftir. Efnin, sem prófuð voru, voru aðallega sjampótegundir og aðrar gerðir sápu.“ Síðan voru mældar þær skemmd- ir, sem efni þessi höfðu orsakað á augun. Þetta var gert með að mæla þykkt hornhimnu augans. „Svæfilyf reyndust ekki nauð- synleg, en kanínurnar voru skorð- aðar af og aðstoðarmaður hélthöfði þeirra kyrru og glennti upp augun á þeim, þegar slíkt reyndist nauð- synlegt.“ Iðnaðarrannsóknir eru viða- miklar og fara sífellt í vöxt. Sjónar- miðin á bak við þær eru verslunar- legs eðlis, þar eð þessar rannsóknir fást ekki við náttúrulega sjúkdóma, heldur við hættuna af eitrun og dauða vegna framleiðslu og notk- unar ýmiss konar efnasambanda. Maðurinn hefur skapað svo að segja alla mengunarhættu sjálfur. Ekkert annað dýr hefur nokkru sinni dreift þvílíkri mengun í kring- um sig. Og þegar verslunarfyrir- tæki, rekin áfram af gróðasjónar- miðum, halda áfram að auka fram- leiðslu ýmiss konar efna, eykst enn mengunarhættan. Til að vernda orðspor sitt, prófa framleiðendur nú afurðirnar á dýr- um, drepa þúsundir þeirra í eitri. Hægt er að prófa eiturverkanir á dýrum á ýmsa vegu. Hægt er að neyða efnin ofan í maga þeirra, sprauta þeim í æð, dreifa þeim á hörundið eða neyða dýrin til að anda þeim að sér með gasgrímum eða í gasklefum. Atferlisfræðilegar rannsóknir. Bæði sálfræðingar og dýra- fræðingar gera nú umfangsmiklar tilraunir á dýrum. Atferlisfræðilegar athuganir orsaka þjáningar tilraunadýranna með ýmsum hætti, svo sem: 1. Dýrin látin vera án matar, vatns og valinna næringarefna. 2. Stress — afleiðingar langvar- andi ógnunar og refsingar. 3. Utilokun skynjunar. T.d. þegar dýrin eru alin upp í algjöru 6

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.