Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 24

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 24
Endalok sögnfuglsins: Tilbúinn í pottinn! Afríku er ástandið ekki gott þó það sé ekki nærri eins slæmt og í fyrr- nefndu löndunum. Samkvæmt könnun sem fram- kvæmd var á vegum Efnahags- bandalagsins eru fuglaveiðimenn í kringum Miðjarðarhafíð um tíu milljónir! Til samanburðar má nefna að friðsamir fuglaskoðaðar á þessum slóðum eru um tíu þúsund. Að meðaltali eru að minnsta kosti 15% farfuglanna sem fara til svæð- anna í kringum Miðjarðarhafið sem lenda í klóm veiðimannanna. js tók saman úr Dyrevennen 6/82 ÁVARP Sambands dýraverndunarfélags íslands í tilefni EVRÓPUDAGSINS 1983 sem helgaður er náttúruvernd. í tilefni Evrópudagsins 1983 minnir Samband dýraverndun- arfélaga á rétt þeirra fáu tegunda villtra spendýra sem lifa á og við ísland. Þó þessi dýr hafi sama rétt til landsins og mennirnir, fá þau ekki að lifa í friði. Flest þeirra eru ofsótt og fé lagt til höfuðs þeim. Lítið fé er aftur á móti lagt í rannsóknir á lifn- aðarháttum þeirra en ýmsar bábiljur og jafnvel ofstæki ræður gerðum manna. Ein þessara dýrategunda er refurinn sem nú er friðaður á öllum Norðurlöndum nema íslandi þar sem hann er ofsóttur og ranglega úthrópaður sem hættulegur skaðvaldur. Nú stöndum við frammi fyrir því að við höfum ofnýtt fiski- stofna; þá er selurinn gerður að blóraböggli og gífurlegum fjármunum varið til þess að hvetja landsmenn til þess að ráðast gegn honum. Á þesum tíma hraða og firringar er okkur nauðsyn að læra að meta ósnortið náttúru- og dýralíf landsins. Og okkur ber skylda til þess að vernda það með öllum ráðum. Samband dýraverndunarfélaga íslands. Þúfutittlingurinn friðaður á Ítalíu. 31. jan. 1983. Ég hygg að frétt um friðun þúfu- tittlings sem farfugls á Ítalíu gleðji lesendur Dýraverndarans eins og hún gladdi mig og því skrifa ég blaðinu eftirfarandi: Von var það allra, sem stóðu að alþjóðasamþykktinni um fuglavernd og friðun í París 1951 að þar með sæi fyrir endann á smáfugladrápi á suður- löndum en svo varð eigi. Átakanlegust voru mótmæli almennings í Belgíu þegar þar skyldu aflagðar veiðar farfugla í net ogálímstengur. Baráttan fyrir vernd og friðun farfugla hefur verið haldið stöðugt áfram og hún reist á nefndri samþykkt. Á átjánda þingi alþjóðráðs um vernd fugla, sem fram fór í Cambridge á Englandi í s.l. ágúst, tilkynnti fulltrúi Italíu að löggjöf hafi þar í landi verið samþykkt og tók gildi 6. júní 1982 að lögbannað sé að deyða, veiða og selja 13 tegundir farfugla eða farandfar- fugla. Lagði fulltrúinn fram skrá yfir þessar tegundir. Meðal þeirra er Þúfutittlingurinn. Vonandi verður framhald á slíkum friðarákvæðum meðal þjóða suður- landa. Þorsteinn Einarsson. 22

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.