Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 25

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 25
Veistu svarið - er œðarfuglitm friðaður? T JÓLAPÓSTI mínum barst mér 1 eftirfarandi bréf frá Árna G. Péturssyni. Þá var búið að prenta síðasta tölublað Dýraverndarans og þessi „sending" gat því ekki birst þar. Tilefni bréfs Árna G. Péturs- sonar er að í Dýraverndaranum 3. tbl. síðasta árs var tekin til um- fjöllunar grein eftir hann er hann nefnir: Uppeldi æðarunga vorið 1981. Þar er birtur meginhluti greinarinnar, en inn í hana er skotið athugasemdum og einnig eru gerð- leturbreytingar til þess að vekja athygli lesenda Dýraverndarans á vissum atriðum í frásögn Árna G. Péturssonar. Því er harðlega mótmælt að greininni sé „misþyrmt" og að þar „vaði uppi fullyrðingar, dylgjur, illmælgi og þekkingarleysi.“ Hvað- an Árni G. Pétursson grípur þá hugmynd að „persónuleg óvild“ ráði pennanum er óskiljanlegt! Grein Árna G. Péturssonar er hér birt aftur í „heild“ og geta lesendur Dýraverndarans sér til gamans borið hana saman við greinina er hún var birt „bútuð og misþyrmd!" Hinar greinar Árna G. Péturs- sonar verða að bíða birtingar sakir plássleysis í blaðinu. js Reykjauík, 14. desember 1982. Dýraverndarinn Pósthólf 993 121 Reykjavík. í3. tbl. Dýraverndarans 1982 birtist grein undirrituð js, er ber heitið „Er œðarfuglinn ekki friðaður ?“ I inn- gangi greinarinnar segir að megin- hluti hennar sé tekin úr grein eftir mig, „Uppeldi œðarunga 1981,“ er birtist í Búnaðarblaðinu Frey, 13. tbl. 1982. Endurprentun úr þeirri grein er þó gerð í heimildarleysi og hefði farið betur á að Dýraverndarinn hefið sýnt dómgreind lesenda sinna það traust að birta greinina í heild, fremur en bútaða og misþyrmda úr höndum js. Þungamiðja greinar js er gagnrýnin á uppeldi æðarunga, og virðist persónuleg óvild ráða þar penna fremur en hlutlœgt mat. Þvílíka sorpblaðamennsku og Dýraverndarinn viðhefur varðandi greinarefnið „ Uppeldi œðarunga 1981“ tel égfáheyrða. Þar vaða uppi fyllyrðingar, dylgjur, illmœlgi og þekkingarleysi svo keyrir um þver- bak, og sœmir engan veginn að birt sé á síðum Dýraverndarans, því gamla og gagnmerka riti. Enginn hefur mér vitanlega gert þœr kröfur til Dýraverndarans að þar sitji við skriftir sérfrœðingur er spannaði öll svið búvísinda, hvað þá heldur að þar vœri véfrétt sem segði til um óorðna hluti. Með einu símtali hefði js getað fengið að vita hvað greinin „Upp- eldi œðarunga vorið 1981“ fjallaði um og sparað sér öll stóryrðin. í greininni er hvergi talað um tilraun á uppeldi æðarunga og grein js á þeim forsendum er því fallin um sjálft sig. Árið 1980 stóð égognokkrir aðrir að heimalingsuppeldi æðarunga með ágætum árangri. Það kann að að vera að frásögn mín af því upp- eldi hafi orðið til þess aðfleiri reyndu 1981, heldur en áður er vitað um. Mér er einnig Ijúft að upplýsa að samvistir við œðarunga, sem og flest önnur dýr er mér lœrdómsrík og heillandi. Frá örófi alda hafa dýr ýmiss konar fylgt manninum, og æðar- varp hefur verið talið til hlunninda hér á landi frá landnámstíð. Þótt fjöldbreytilegar athuganir og til- raunir hafi verið gerðar á búfé, ali- fuglum og ýmsum dýrum um allan heim um áratuga og aldaskeið og í mjög vaxandi mæli hin síðustu ár, er mjög lítið vitað um fóðurþörf og uppeldi æðarunga og ekkert um það að sækja til annarra þjóða. Vegna ungadauða og óvœntra áfalla við æðarungauppeldið 1981, gagnstœtt því sem var árið áður, þótti sjálfsagt að reyna að komast fyrir orsakir þess, svo að þvíumlíkt kœmi ekki fyrir aftur. Því var eftir á, haft samband við alla, sem vitað var að hefðu haft unga í uppeldi og ekkert undan dregið. Geta skal þess að enginn þeirra hafði hugsað sér ungauppeldið sem vísindalega tilraun. íhæsta lagi sumir sem upp- eldisathugun, og vissu þeir, hvaða fóðurtegund var gefin. Flestir uppalendur voru bændur, sem voru með allar tegundir búfjár á fóðrum, og fóðurbœtistegundir, sem eru á boðstólum hverju sinni skipta nú tugum. Ég býst við að jafnvel js geti ekki fyrirvaralaust gert grein fyrir matarœði sínu ákveðinn dag mánuð aftur í tím- ann. En það voru ekki einungis æðarungar sem urðu fyrir áföllum af misheppnuðu fóðri árið 1981, heldur urðu gæsabœndur og kjúkl- ingabændur einnig fyrir tilfinnan- legu tjóni. Því miður er það ekkert nýtt að ýmiss konar áföll stafi af fóðri og mataræði. Árlega falla dómar vítt um heim vegna skaðabóta fyrir gallað fóður og vegna matareitrun- ar, og er alveg útilokað að js. komist yfir að skrifa um öll þau misferli. Þar fyrir utan er svo öll önnur slys og ófyrirsjáanleg atvik sem geta átt sér stað í tilverunni. Mér er nú ríkast í minni barnasjúkdómur, sem kom upp á fœðingardeild Landsspítalans í haust, en er nú sem betur fer yfirunninn. Ég hefi nýlokið við að skrifa um „Uppeldi œðarunga að Vatnsenda og Oddsstöðum 1982,“ og verður 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.