Dýraverndarinn - 01.01.1983, Síða 26

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Síða 26
greinin birt í Búnaðarblaðinu Frey, eins og hinar fyrri. Nú mœlist ég tilþess við aðstand- endur Dýraverndarans, að þeir afsaki hógvœrlega greinina „Er æðarfuglinn ekki friðaður"?og birti í blaðinu allar hjálagðar þrjár greinar mínar, og þarf blaðið ekki að óttast að það fariþar með fleipur. Dýraverndarinn hefur unnið þjóðnýtt starf, en hann verður að forðast ofstœki, og umfram allt að vera ekki neikvœður í málflutningi sínum. Sjái blaðið sér ekki fært að verða við tilmælum mínum hlýt ég að hreyfa þessu á öðrum vettvangi og get þar ekki lofað einungis hógvær- um orðum. Með vinsemd og virðingu, Árni G. Pétursson Árni G. Pétursson Uppeldi æðarunga vorið 1981 Árið 1981 er vitað um 27 aðila er reyndu uppeldi œðarunga. Fjöldi unga var breytilegur frá einum upp í 250 og árangur misjafn, sem virð- ist mega rekja til hvaða fóður var gefið. Einn ungi var í byrjun alinn upp á fuglafóðri (dúfnafóðri) og brauði, en fékk síðar fjölbreytilegan mannamat, má nefna að ostur, pylsur, gúrka, kjötbollur og hakkað buff eru hans uppáhalds fæðuteg- undir. 100 ungar döfnuðu vel á brauði, aðallega heilhveitibrauði um 3 vikna skeið. Einn hópur (115 ungar) var alinn upp á Holdakjúklingakurli 1 frá Fóðurblöndunni h.f. með góðum árangri. Tveir uppalendur með samtals 38 unga, geta ekki gert grein fyrir kjúklingafóðri, sem notað var, en þeira ungar misfórust flestallir. 5 ungar voru aldir upp á A-blöndu SÍS með viðunandi ár- angri. 10 uppalendur voru með FAF-fóður fyrir lífkjúklinga, ýmist „Ungar 1“ eða „Ungar 11“ eða hvort tveggja, samtals með 303 unga í uppeldi og virtust þeir dafna eðli- lega, þótt vanhöld væru breytileg hjá uppalendum. 6 aðilar voru með MR-fóður og samtals 620 unga í uppeldi og drápust þeir sem næst allir (2-3 lifðu fram eftir sumri). Notuðu þeir byrjunarfóður fyrir lífkjúklinga og/eða byrjunarfóður holdakjúklinga eða hvort tveggja. Við síðari rannsóknir kom í ljós að kjúklingablöndur þessar voru gerð- ar úr fáum einhæfum fóðurtegund- um, og allt bendir til að orsök unga- dauðans hafi verið skortur á B-víta- mínum. Endur og gæsir og þá vænt- anlega æðarungar munu þurfa þrefalt meira af B-vítamínum en kjúklingar og er það líkleg skýring á hinum mikla dauða sem varð á æðarungum á þessu kjúklingafóðri. En rétt er að undirstrika að ein- hæfar fóðurblöndur eru ávallt var- hugaverðar, og breytir það engu, hvaða dýrategund á í hlut. Mér hafa borist uppeldisskýrslur frá flestum framantöldum eða 25 upp- alendum. Þar er margt fróðlegt að finna, sem er of langt upp að telja í þessu greinarkorni, en að sumu skal þó vikið siðar. Ég var einn af þeim sem reyndi ungauppeldi á MR-fóðri og þar sem reynsla mín var á svipaðan veg og hjá öðrum er voru með uppeldi á því fóðri á þessu vori skal greint frá þeim athugunum: Heimaalingauppeldi æðarunga að Oddsstöðum vorið 1981 Ungar og ábrotin egg voru tekin í hreiðri 11., 16., 18., 19., 20. og 21. júní samtals 52 ungar, þó aðeins tveir ungar 11. júní. Aðbúnaður allur var hinn sami og vorið 1980, og fóður og fóðrun sambærilegt, nema hvað nú var allt fóður frá MR bæði byrjunarfóður, líf- og holda- kjúklinga sem og vaxtarfóður. Að þessu sinni var fóðrið gefið þurrt og ekki gefið undanrennuduft eða bætt í auka skammti af vítamínum. Ákveðið var að fara ekkert með ungana til sjávar fyrstu vikurnar og sýna þeim öllu minna dekur en vorið 1980. Tíðarfar var kalt og rysjótt mun lakara en 1980 og var stundum kaldranalegt í fjósi. Tveir elstu æðarungarnir voru fóðraðir á sauðfjárkögglum fyrstu 5 dagana, hinir fóru strax á MR-fóður. Hvim- leið lykt var af MR-fóðrinu, sérstak- lega af holdafóðrinu sem benti til að slæmt fískmjöl væri í blöndunni. Ungarnir átu kurlið dræmt þurrt og fór aldrei í þá neinn vöxtur né döngun. Fljótt bar á deyfð í ungun- um, þeir bleyttu sig í drykkjarvatni og urðu hraktir af sullinu. Þann 26. júní drapst fyrsti unginn og 3 í trekk af vosbúð þann 28. júní. Þann 29. setti ég fóðurbæti í drykkjarvatns- rásina til þess að ungarnir bleyttu sig minna og hélt viðteknum hætti úr því. Eftir það drepast ungar ört og reglulega til 8. júlí og lifir þá aðeins einn. Ég tel öruggt að unga- dauðinn hafi verið tengdur fóðrinu. Hin rysjótta tíð vorið 1981 undir- strikar þörf á trekklausu ungahúsi og fóstru (hitagjafa) fyrstu vikurn- ar til að tryggja sig fyrir veðurfars- áföllum. Hins vegarmun ekki nauð- synlegt fyrir ungana að fara í fjöru fyrstu 2-3 vikurnar, og einfaldar það mjög uppeldi unganna. Úr því ætti að fara að venja þá við fjöru og sjávarbeit. Þeir verða þá minna háðir fóðurgjöf og í sumar yfirgáfu sumir unganna, sem þannig var með farið, uppeldisstöðvar af sjálfs- dáðum við 6-7 vikna aldur. Páfagauka-afi HELGE ZIEGLER heitir maður nokkur. Hann á páfagauka sem er margt til lista lagt. Þeir geta rennt sér á rúlluskautum, ekið á hlaupahjóli og í míní-bílum og margt, margt fleira. Og þeir geta líka eignast unga! Fyrir nokkru fékk einn páfagaukanna sem sýnir að staðaldri í sérstakri páfagauka- sýningu, tvo unga. Það er sjaldgæft að þessir fuglar eignist unga þegar þeir eru heimilis- dýr og því er verðmæti þeirra mjög mikið eða um 12-15.000.00 krónur stykkið. Þess vegna afþakkaði Helge Ziegler boð um að fara til Finnlands og sýna cirkus. ,,Ég er orðin afi,“ sagði hann „og þarf að passa páfagaukaungana." js (þýddi lauslega úr dönsku). 24

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.