Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 11
6 -l Heildarfjöldi breskra tilrauna, sem feng- ið var leyfi fyrir. Skyggáu hlutarnirtákna það hlutfall tilraunanna, þar sem svefn- lyf voru notuð. 3. Hiti. Sársauki framkallaður með hitageislun og með að setja dýrin á heitar pönnur. Þegar mýs eru settar á heitar plötur, eru við- brögð þeirra sögð vera, að þær „dansi og hoppi á framfótunum." 4. Eiturverkanir. Sé kaolíni dælt í loppur dýra, myndast í þeim sér- staklega sársaukafull igerð og bólg- ur. Turpentín framkallar ígerð, sé því dælt í framloppur katta. Elekt- róður, sem settar eru i heila katt- anna, sýna, að rafvirkni eykst og strychnine er síðan enn látið auka á rafboðin frá hinum veika bletti. Inndæling sveppa orsakar einnig sársaukafullar bólgumynd- anir. Sé þrýst á bólgnu svæðin, er það sagt leiða til að dýrin „hljóði, berjist um og biti.“ Bradykinin- inngjafir orsaka mikinn brunasárs- auka og hefur efni þetta verið mikið notað við rannsóknir á sársauka. 5. Einnig má framkalla sársauka og ótta með að örva sérstakar heila- stöðvar. Enda þótt mæla megi gegn notkun manna (sjálfboðaliða) við rannsóknir, eru þær röksemdir veigaminni en þær, sem mæla gegn notkun dýra. Meginmunurinn er, að maður getur látið í ljós vilja til að taka þátt í slíkum rannsóknum, en það geta dýrin ekki. Einnig er hægt að draga úr hræðslu og upp- námi mannlegra sjálfboðaliða með þvi að þeir geta gert sér grein fyrir, hvað verið er að gera við þá, metið hinn vísindalega tilgang og vænta jafnvel vissrar umbunar. Dýr geta ekki skilið, hvers vegna menn í hvitum sloppum eru að pynda þau og uppnámið, sem öll tilraunadýr komast í, eykur nokkuð örugglega á þjáningarnar. Sjálfboðaliðar hafa verið notaðir i vandlega undir- búnum og framkvæmdum tilraun- um og niðurstöðurnar hafa haft miklu meira gildi en niðurstöður tilrauna með dýr. Eða hvernig er hægt að rannsaka svo óhlutlægt atriði sem sársauka án þess að sá, sem tilraunin er framkvæmd á, geti lýst reynslu sinni? V Lífið á rannsóknarstofunni. Ymis lyf eru notuð sem svæfilyf án þess að nokkuð sé vitað um, hvort þau svæfi dýrin i raun og veru. Urethane og ketamine eru dæmi um efni, sem svæfilyf við dýratilraunir. Hugsanlegt er að efni þessi lami dýrið aðeins, ánþess það missi tilfinningu, en svæfi það ekki. Eina leiðin til að komast að því, hvort þessi efni eru í raun og veru svefnlyf er að prófa þau á mönnum, en slíkar tilraunir eru sjaldan fram- kvæmdar. Um aflífun tilraunadýra. Dýr með köldu hlóði (misheitu) eru drepin með að mölva höfuð þeirra. Mýs eru drepnar með að slá höfði þeirra utan í borðbrún. Hundar og kettir eru skotnir, drepn- ir með rafstuði eða þeim gefið inn eitur. Einnig drepin með eiturgasi. VI Tilraunir utan Bretlands. Menn halda oft, að breskir rann- sóknarmenn framkvæmi ekki eins hrottafengnar tilraunir og starfs- bræður þeirra víða erlendis. Trúlega er þarna fyrst og fremst um það að ræða, að bretum er það í blóð borið að lýsa hlutunum á „fínni“ hátt — miðað við t.d. Bandaríkjamenn, sem yfirleitt eru ekkert að skafa utan af hlutunum í lýsingum sínum. Sálfræðingur í Conneticut hefur bent á, að apar, sem ákveðinn hluti heilans hefur verið fjarlægður úr, eigi það stundum til að éta saur. Við þessar athuganir notaði hann Hlutfallslegur fjöldi þeirra tilrauna, sem framkvœmdar hafa verið innan lœkna- vís indanna. ókynþroska rhesus-apa. Hann fjar- lægði úr^ þeim viðkomandi heila- hluta til að athuga hinar breyttu matarvenjur þeirra. Visindamaður í Kaliforníuhá- skóla reyrði niður apa, skar af þeim skottið, dró úr þeim vígtennurnar og setti elektróður langt inn í heila þeirra. Tækjum til þvag- og blóð- sýnatöku var komið fyrir inni í þeim. Eftir að hafa fengið atferlis- fræðilega þjálfun, var öpum þessum skotið út í geiminn. Rannsóknarmaður við John Hopkins læknaskólann í Baltimore lagið stund á athuganir á skyndi- legum dauða. Þetta gerði hann með að setja rottur niður í vatnstank og athuga hve lengi þær væru að drukkna. Ýmist drukknuðu rott- urnar strax (gáfust upp) eða syntu um — i allt að sextíu klst., áður en þær drukknuðu. Hannkomsteinnig að þeirri niðurstöðu, að þær drukkn- uðu fljótar, væri ,,skeggið“ skorið af þeim. 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.