Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 18
Fuglar
rit Landverndar 8
IVETUR kom 8. rit Landverndar
út. Fjallar það að þessu sinni um
fugla. Er þetta dýrasta og vandað-
asta rit Landverndar til þessa.
Ritstjóri er Arnþór Garðarsson.
Hann skrifar sjálfur um andfugla
og aðra vatnafugla og um rjúpuna,
auk inngangs.
Aðrir sem eiga greinar í ritinu
eru: Ævar Petersen sem skrifar um
sjófugla, Agnar Ingólfsson skrifar
um máfa, kjóa og skúma, Árni
Waag Hjálmarsson skrifar um vað-
fugla, Kjartan G. Magnússon og
Ólafur K. Nielsen skrifar um rán-
fugla og uglur og Kristinn Haukur
Skarphéðinsson skrifar um spör-
fugla. í lok bókarinnar er ítarleg
atriðaorðaskrá.
Ritið prýðir teikning eftir Ás-
laugu Sverrisdóttur sem hefur gert
káputeikningar á öll ritLandvernd-
ar. Hefur Áslaugu tekist einstak-
lega vel í þetta sinn og er kápan
sannkallað listaverk.
Mikill fjöldi ljósmynda, bæði
svart-hvítra og litmynda eru í rit-
inu. Sýna þær 65 tegundir fugla.
í inngangi segir Arnór Garðars-
son m.a. um tilgang ritsins:
„Þetta rit Landverndar, hið átt-
unda í röðinni, fjallar um ís-
lenska fugla, einkum með tilliti
til samskipta þeirra við mann-
inn. Ritið er samstætt sjöunda
ritinu, um villt spendýr, og er
framlag Landverndar til kynn-
ingarátaks Evrópuráðsins um
villt dýr og plöntur og heim-
kynni þeirra. Mikill skortur
hefur verið á almennum fróð-
leik um íslenska fugla sem væri
aðgengilegur öllum þorra manna.
Þessu riti er ætlað að bæta nokk-
uð úr ástandinu . í ritinu eru yfir-
litsgreinar um allar íslenskar
fuglategundir, sem verpa hér
eða leggja leið sína reglulega
hingað til lands.“
Til þess að gefa lesendum Dýra-
verndarans örlitla innsýn í efni
ritsins gríp ég niður í grein Árna
Waag Hjálmarssonar um vaðfugla
þar sem hann fjallar um Þórs-
hanann. Þar á eftir eru lokaorð
Árna í kafla hans. Þau eru þörf á
Heiðlóa - Ljósm. Grétar Eirtksson.
tímum tækni og framfara þar sem
stundargróði er settur ofar lang-
tímahagsmunum lands og lýðs.
— o — 0 — o —
Þórshani
Ekki er vitað um nákvæma tölu
þórshana Phalaropus fulicarius á
íslandi. En víst er að tala þeirra er
lág, ef til vill ekki meira en 100 ein-
staklingar alls, og þeim fer fækk-
andi.
Þórshaninn er nær algerlega
háður sjávarföngum um varptím-
ann og er hann aðeins að fínna við
sjávarstrendur. Verpur hann varla
meira en 2 km frá sjó. Þórshaninn
kemur til landsins einna síðast af
öllum farfuglum okkar. Þeir fyrstu
koma síðast í maímánuði og flestir
eru komnir til varpstaðanna í
fyrstu viku júnímánaðar.
Hreiðurstað velur þórshaninn
sér i sendnu landi rétt fyrir ofan
stórstraumsfjöru. Hreiðrið er í
gömlum þara og fjörugróðri eins og
silfurmuru Potentilla anserina,
fjörukáli Cakile maritima o.fl. teg-
undum. Einnig eru hreiður í gras-
lendi, ensjaldanþar semhárgróður
er. Hreiðrið er ekki eins hulið og
hjá óðinshana. Utungunartíminn
er 18-19 dagar og ungarnir verða
fleygir eftir 16-18 daga. Um leið og
þeir eru færir um að fljúga setjast
þeir á vatn, í flestum tilvikum á sjó,
og fara þegar að leita ætis og snúast
í hringi eins og fullorðnir fuglar
gera. Fæðan er að mestu leyti dýra-
fæða úr sjó, svo sem marflær o.fl.
krabbadýr, lítil lindýr og liðormar.
Fiskaseiði hafa einnig fundist í
maga þórshana. Skordýr, svo sem
þangflugur, og lirfur þeirra eru
einnig hluti af fæðunni.
í annari viku júlímánaðar yfir-
gefa fyrstu þórshanarnir varp-
stöðvarnar. í lok mánaðarins eru
16