Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 9
myrkri, eða lokað er fyrir snerti-
og þefskyn þeirra.
4. Félagsleg einangrun. T.d. að-
skilnaður unga frá mæðrum eða
einangrun einstaklinga, stund-
um í litlum kössum eða í myrkv-
uðum, hljóðheldum klefum.
5. Heilauppskurður. Vísvitandi
eyðilegging eða örvun vissra
heilahluta til að athuga áhrif
þessa á atferli.
6. Refsing. Rafstuð eða önnur sárs-
aukafull áreitni til að athuga
námsferil.
7. Lyf. Sálfræðingar athuga einnig
áhrif ýmiss konar lyfja — lyfja-
gjafa og lyfjaskorts á atferli dýra.
Dæmi um breskar rannsóknir.
1. í sálfræðideild Exeter háskóla
voru 150 rottur hafðar matarlausar
í einn sólarhring og gefin rafstuð.
í ljós kom, að eftir að hafa fengið
samfellt rafstuð í hálfa mínútu, átu
rotturnar minna magn af mat!
2. Atferlisfræðingar í Cambrigde
athuguðu áhrif aðskilnaðar frá
móður á nýfæddan apa.
Tveir ungar, sem tvisvar höfðu
verið aðskildir frá móður, dóu tæp-
lega ársgamlir og einn ungi, sem
skilinn hafði verið frá móðurinni í
langan tíma dó á fjórum vikum og
„engin ákveðin dánarorsök fannst."
3. Sálfræðingur í Cambridge blind-
aði apa með því að skera burt sjón-
stöðvar heilans. „Fyrir sex árum
var api, Helen að nafni, blindaður
með að nema burt sjónstöðvar heil-
ans. — Síðan hefur hún ekki þekkt
einn einasta hlut,“ skrifar hann.
Hann heldur áfram: „Upp úr verk-
inu slitnaði, þegar við fluttum frá
Cambridge til Oxford. Helen fór
með okkur, en ég varð að ljúka
ákveðnu verki, svo hún var látin ein
hjá útbúnaði, sem gathaldiðí henni
lífinu í litlum klefa, í tíu mánuði.“
Sálfræðingurinn gerir frekari at-
hugasemdir varðandi atferli Helen-
ar: „Helen rakst á allt, sem á vegi
hennar varð, hún datt um fætur
mína og féll nokkrum sinnum í
laugina.“
Hve langt á að ganga varðandi
öryggisprófanir?
Smábörn, brjálæðingar, fylli-
byttur, hálfvitar og sjálfsmorð-
ingjar eiga það til að reyna að éta
svo að segja hvað sem er. Ættum við
þess vegna „í öryggisskyni“ að
neyða alla framleiðslu niður í kok
tilraunadýra til að komast að,
hversu eitraðar nálar, hnetur,
boltar, skór, sokkar og steikara-
pönnur eru? Þarna er ekki hægt að
draga neinar skynsamlega mark-
línu. Sumir geðsjúklingar eru æstir
í að éta öryggisnælur — þýðir það,
að prófa verið eiturverkanir örygg-
isnæla á tilraunadýr? Bón, freyði-
baðvökvi og frostlegir hafa þegar
verið prófaðir á dýrum. . . .
í mörgum tilfellum eru nýjar
vörur ónauðsynlegar. Við eigum
nógu góðar sápur og höfum átt í
aldaraðir. Svo hvað höfum við með
Tilraunadýrin
Meðferð og ofnotkun okkar mannanna á tilraunadýrum er með Ijótari blettum
á mannkyninu. 90.000 tilraunir eru gerðar í viku hverri á lifandi dýrum í bresku
tilraunastofum.
Eitrað er fyrir dýrin með VARALITUM, SKORDÝRAEITRI, MÁLNINGU,
OFNHREINSIEFNI, SJAMPÓI, o.s.frv. 83% af tilraunadýrunum fá enga
deyfingu.
Það er skylda hugsandi manna að koma í veg fyrir slíkar tilraunir á lifandi
dýrum. Þeir sem vilja leggja breskum dýravinum lið í þessari baráttu geta
skrifað til:
ANIMAL AID
111 High Street, Tonbridge, Kent TNO ÍDL.
Tel: (0732) 364546.
nýjar sáputegundir að gera? Við
eigum nógu góð ilmvötn og andlits-
púður — því þarf að troða nýjum
gerðum upp á okkur? Þarna er ekki
um þarfir neytandans að ræða,
heldur gróðafýkn framleiðandans.
í mörgum tilfellum er eina ástæðan
græðgi kaupmangara.
Annað hryllilegt rannsóknar-
svið, sem skýlir sér undir merki
læknisfræðinnar, er höfuðflutn-
ingur og viðhald lífs í höfðum ein-
um saman án búks og einnig heil-
um, sem fjarlægðir hafa verið úr
höfðum. Prof. J.R. White (banda-
rískur) hefur framkvæmt fjölda
slíkra tilrauna á öpum. Hin ein-
angruðu höfuð og heilar apanna
lifa í rannsóknarstofu hans, algjör-
lega ósvæfð. Rafritar tengdir við þá
sýndu, að þau virðast með fullri
meðvitund og geta numið hljóð.
Vitum við, hvers konar martröð
einangraður heili upplifir? Einn
af starfsmönnum prófessorsins
lýsti skoðun sinni á þessu: „Trúlega
eins og þeim, sem vaknar gjörsam-
lega lamaður." Einangruð apa-
höfuð halda áfram að sjá og finna
lykt. Þau reyna jafnvel að bíta
kvalara sína með hvítu flibbana.
Rússneskir rannsóknarmenn hafa
einnig sérhæft sig á þessu Franken-
stein-sviði og hafa stoltir birt mynd-
ir af hinum tvíhöfða hundum sínum
— bæði höfuðin með fullri meðvit-
und og matast hvert í sínu lagi. Eitt
af þessum fyrirbærum lifði í 29 daga
og svaraði hvort höfuð um sig nafni
sínu. Svipaðar rannsóknir hafa átt
sér stað í breska læknaskólanum í
7