Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 32

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 32
Svör við „Hvað veistu um hesta?“ 1) RÉTT. Margar tegundir af skorkvikindum geta lagst á hesta. 2) RANGT. Versti óvinur villta hestsins er fjallaljón. 3) RANGT. Þegar hestar eru for- vitnir láta þeir eyrun fram. Þegar eyrun eru aftur eru þeir hræddir eða reiðir. 4) RÉTT. En hestur sem er fæddur grár er alltaf kallaður grár, sama hversu hvítur hann verður. 5) RANGT. Stökk erraunverulega eitt hopp á eftir öðru. í stökkun- um lyftast allir fjórir fætur hestsins frá jörðinni. 6) RÉTT. Þetta er eitt af mörgu sem hestar gera til þess að sýna vináttu og innileik. 7) RÉTT. Nafn þess var EOHIPPUS. 8) RANGT. Lyktnæmi hesta er einnig mjög gott. 9) RÉTT. Móðir múldýrsins er hestur en faðirinn asni. 10) RÉTT. Og það getur hlaupið áður en margar klukkustundir eru liðnar frá fæðingunni. 11) RÉTT. Til eru svo stórir vinnu- hestar (t.d. hestar sem á ensku nefnast Clydesdales) að þeir eru meira en tonn á þyngd. 12) RÉTT. Hræddir ‘hestar reyna oftast að flýja það sem þeir hræðast. 13) RÉTT. Hestar geta veikst mjög illa, jafnvel dáið af kvefi eða inflúensu. 14) RANGT. í efsta hluta taglsins - stertinum - eru bein. 15) RANGT. Hæð hesta er mæld í sentimetrum. 16) RANGT. Aldur hests er hægt að sjá á tönnunum. Framtenn- ur lengjast með aldrinum. js tók saman úr ensku. 30

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.