Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 30

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 30
Til þess að fínna DDT-laus mat- væli virðist svo sem menn þurfí að fara til fjarlægra og afskekktra landsvæða, sem enn hafa ekki eign- azt hlutdeild í menningunni. Slík svæði eru enn til nyrzt á strönd Alaska, enda þótt sjá megi þar merki þess, að skugginn nálgist. Þegar vísindamenn rannsökuðu matvæli eskimóanna þar, reyndust þau laus við skordýraeitur. Nýr fískur og þurrkaður, fita eða kjöt af bjórum, hvölum, hreindýrum, bjarndýrum og rostungum; trönu- ber, brómber og villtur rabbari - í öllu þessu fannst ekkert skordýra- eitur. Aðeins ein undantekning fannst - tvær snæuglur frá Point Hope reyndust hafa í sér DDT, sem þær hafa ef til vill fengið í sig á ferðum sínu suður á bóginn. Nokkrir eskimóar voru rann- sakaðir og fannst vottur af DDT (0 til 1,9 milljónustu hlutar) í fitu þeirra. Ástæðan var augljós. Þeir sem rannsakaðir voru höfðu farið til læknisaðgerðar á spítalanum í Anchorage. Þangað var menningin komin, og í matnum þar fannst eins mikið DDT og í öðrum amerískum borgum. Fyrir þessi stuttu kyni sín af menningunni fengu þeir að laun- um ögn af eitri með sér í nesti. Það er nú orðið næstum algild regla, að skordýraeitri sé úðað eða sáldrað yfir akra og annað ræktað land, og óumflýjanleg afleiðing þess er sú, að hver einasta máltíð, sem vér neytum, er menguð klór- samböndum kolvatnsefna. Ef bóndinn fylgir samvizkusamlega leiðbeiningunum á umbúðunum um þessi efni, verður ekki meira af þeim í framleiðslu hans en leyfilegt er samkvæmt reglum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. Þó að vér látum svo heita að með þessum reglum sé tryggilega um hnútana búið, er sú staðreynd alkunn, að bændur nota oft miklu meira af þessum efnum en fyrirmælin segja til um, nota þau þegar komið er of nærri uppskerutíma, nota tvö eða fleiri þegar eitt væri nóg og eru auk þess haldnir þeim mannlega breysk- leika að vanrækja að lesa leiðbein- ingarnar. í fórum Matvæla- og lyfjastofn- unarinnar eru skýrslu um uggvæn- lega mörg brot á settum reglum. Nokkur dæmi nægja til að sýna hirðuleysið í þessum efnum: Garð- yrkjumaður, sem ræktaði salat, úðaði það með átta tegundum skor- sýraeiturs í stað einnar skönnu áður en hann setti það á markað, annar notaði fímm sinnum meira af para- thion en reglurnar mæltu fyrir um á sellerí sitt, endrin - eitraðast af öllum klórsamböndum kolvatns- efna - hefur verið notað á salat, enda, þótt ekki megi selja salat, sem endrin fínnst á, og spínat hefur verið úðað með DDT viku áður en það var tekið upp. Dæmi eru einnig um eiturmeng- un matvæla vegna slysni eða að- gæsluleysis. Stórir farmar af kaffí- baunum í strigapokum hafa meng- azt við það að vera í lest með farmi af skordýraeitri. Pökkuð matvæli í vöruskemmum verða tíðum fyrir úða af DDT, lindani eða öðrum skordýralyfjum, sem smogið geta í gegnum umbúðirnar og mengað innihald. Því lengur sem matvælin eru í skemmunum, því meiri hætta er á að þau mengist eitri. Sé spurt: „En vernda yfirvöldin oss ekki gegn öðru eins og þessu,“ er svarið: „Aðeins að takmörkuðu leyti.“ Það er tvennt, sem hindrar alvarlega viðleitni Matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að vernda neytendur fyrir eyðingarlyfjum. Hið fyrra er, að vald hennar nær aðeins til matvæla, sem flutt eru milli ríkja; matvæli, sem ræktuð eru og seld innan eins og sama ríkis, eru utan áhrifasviðs hennar, hversu alvarleg brot sem um er að ræða. Hið síðara er mannfæð í starfsliði stofnunarinnar - það eru innan við 600 manns, sem eiga að sinna þessu mikla eftirlitsstarfí. Einn af starfs- mönnum stofnunarinnar hefur lát- ið svo ummælt, að eins og nú sé ástatt sé ekki hægt að rannsaka nema örlítið bort - langt innan við 1% - af þeim landbúnaðarafurðum, sem fluttar eru milli ríkja, og er það alltof lítið til þess að nokkuð sé á því að byggja. Enn verra er ástand- ið að því er snertir matvæli, sem framleidd eru og seld innan eins og sama ríkis, því að í flestum ríkjum er lagaákvæðum sorglega áfátt í þessum efnum. Það kerfí, sem Matvæla- og lyfja- stofnunin notar til þess að ákveða Fuglatalning á Akureyri Almennur fuglatalningardagur var að þessu sinni 26. desember 1982. Veður var ágætt, logn allan daginn, frost 2 stig, léttskýjað og skyggni ágætt. Pollurinn var ófrosinn og íslaus, svo og fjörur. Færi um bæinn var ágætt, háir snjóruðn- ingar meðfram götum, því mikið snjóaði í desember. Þeir sem töldu fugla voru hinir sömu og undanfarin ár: Árni Björn Árnason, Gunnlaugur Pétursson, Jón Sigurjónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Athugunarsvæðið var ströndin frá flugvelli og út í Skjaldarvík ásamt görð- um bæjarins. Þessar fuglategundir sáust: Auðnutittlingur 1, gráþrestir 8, skógarþrestir 7, svartþrestir 3, glóbrystingur 1, snjótittlingar 1624, bjartmáfar 93, siifurmáfar 124, svartbakar 319 hvítmáfar 164, hettumáfar 224, stormmáfur 1, sendlingar 2a, hrafnár 71, gulendur 10, stokkendur 280, toppendur 11, rauðhöfðaönd 1, hávellur 72 teistur 18 æða- fugl 711, ógreindir máfar 610. Alls voru fuglategundir 21. Þótt einungis sæjust 7 skógarþrestir á fuglatalningardaginn mundu a.m.k. 20 skógarþrestir vera í bænum um áramótin 1982-1983. Auk þeirra fugla sem sáust í fuglatalningunni var eftirtaldra fugla vart á árinu 1982 á Akureyri. Gráþrestir, sem verptu tvisvar og komu upp ungum í bæði skiptin. Sáust ungar í byrjun júlí og aftur í ágústmánuði. Um miðjan nóvember kom til Akur- eyrar mikið af gráþröstum og fór þeim síðan fækkandi. Gráþröstur verpti á Akureyri 1980. Stari sást hér í október. Tveir hettusöngvarar sáust í byrjun nóvember. í byrjun nóvember sást einnig lítill söngvari, laufsöngvari eða grá- söngvari en þeir eru fremur torgreindir hvor frá öðrum. 28

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.