Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 20
Tík kennir hvolpum. Vorið, sem jeg byrjaði búskap, fór Hjörtur Hansson búfraeð. á Börustöð- um til mín sem vinnumaður; fylgdi honum þá tík, er kölluð var Hetta, aíbragðs fjárhundur; en alveg var hún ónýt að reka hross; væri henni sigað á þau, skreið hún jafnan að fótum þeim, er ætlaði að senda hana, svo sem vildi hún í allri auðmýkt skorast undan því verki. Seinni hluta vetrar næstan eptir átti hún hvolpa og voru tveir af þeim látnir lifa. Þegar þeir stálpuðust, fór hún að hugsa um að búa þá undir lífið; henni datt náttúrlega ekki í hug að láta þá „studéra", en hana langaði til að gjöra þá að nýtum fjárhundum eins og hún sjálf var. [ þessum tilgangi tók hún þá bersýni- lega til kennslu. Ljet hún þá fyrst elta sig út fyrir og kringum túnið; hljóp á undan þeim góða spotta, og staldraði svo við eða hljóp til baka, ef hvolparnir gátu ekki fylgt henni. Þessar ferðir urðu tíðari og lengri eptir því sem hvolpunum óx þrek. Þegar kindur urðu á vegi hennar, rak hún þær sömu leið og smalinn mundi hafa gjört; dróst hún þá stundum aptur úr sjálf, eða nam staðar á hæð, þar sem hún mátti sjá yfir, en Ijet hvolpana reka kind- urnar. Seinast þegar jeg sá hana gjöra þetta - það hefði gjarnan getað verið prófdagurinn - lagði hún með báða hvolpana vanalega smalaleið ofan að á og svo upp á brún á allháum hálsi fyrir norðan bæinn, út brúnir um hríð og svo heim. Á þessu ferðalagi var hún alt af góðan spotta á undan sjálf, af og til geltandi; stöku sinnum stóð hún við og beið eptir þeim hvolpinum, er stóð sig betur, því annar var nokkuð fljót- ari; mjer er það í minni hvernig hvolp- arnir, sem báðir voru mjög loðnir, litu út eptir þetta próf, því aur var og bleyta. Aldrei fór Hetta annars öðru- vísi út af bænum en með smalanum; en þessar kennsluferðir tók hún alveg upp hjá sjálfri sjer til þess að æfa hvolpana sýna þeim smalaleiðina og búa þá svo undir þeirra framtíðarstarf. Seinna fluttist Hetta með eigandanum að Hesti og hafði hún þar sama sið, er hún var með hvolpum. Ólafur Ólafsson frá Lundi Or Dýravininum 1897. um tíma árs þegar vaðfuglar eru í varpi og mikið mæðir á þeim vegna umferðar manna og jafnvel dýra. Eitt þesta dæmi um hvernig komið er fyrir áhugaverðri tegund er þórs- haninn. Hann hefurorpiðáReykja- nesskaga vafalaust frá aldaöðli. Nú hin síðustu ár er hann horfinn sem varpfugl úr þessum lands- hluta. Stafar þetta sennilega ein- göngu af mikilli umferð og truflun af mannavöldum. Einnig hefur ágangi erlendra safnara verið um kennt. Erfitt er að ná til þessarar vaðfuglategundar annars staðar á jarðkringlunni. Þórshaninn er há- norrænn varpfugl og ísland er áreiðanlega sá staður þar sem auð- veldast er að koma höndum yfir þessa fuglategund. Þórshaninn er eitt af sérstæðustu náttúrufyrir- bærum hér á landi. Ef við hefðum borið gæfu til þess að halda þessari fuglategund verpandi hér á næsta leiti við þéttbýlasta svæði landsins þá hefði það verið einsdæmi hér á jörð. Eigum við ekki að reyna að fá hann til þess að verpa aftur á Reykja- nesskaga? Það verður varla gert nema með samstilltu átaki og skiln- ingi. Hér er brýnt verkefni fyrir þá sem bera íslenska náttúru fyrir brjósti. Flestar tegundir vaðfugla eru að meira eða minna leyti háðar mýr- lendi í einni mynd eða annarri. Þó er það svo að hinar ýmsu tegundir vaðfugla þola breytt lífsskilyrði mjög mismunandi vel. Þær tegund- ir, sem sveigjanlegar eru hvað rakastig umhverfis snertir, fæðu og annað það sem varðar lífshring- rásina, geta komist vel af, þrátt fyrir svo mikla breytingu á vist- kerfínu sem uppþurrkun mýrlendis er. Aðrar tegundir eru ekki eins sveigjanlegar og verða þess vegna að víkja fyrir ógnarvaldi mannsins. Ekki er unnt að fullyrða með nokkru öryggi í hvaða mæli framræsla hefur skert vaðfuglastofna á ís- landi. Til þess þurfa meiri rann- sóknir að fara fram. Mýrlendi á láglendi landsins er vafalaust sú gerð landslags sem hvað mest hefur orðið fyrir barðinu á tæknivæðingunni hérlendis. Hvergi hefur náttúrlegt umhverfi lífvera tekið eins miklum stakka- skiptum og einmitt þar sem lág- lendismýrar voru. Erfítt er núorðið að aka hringveginn og sjá ósnortna mýri eða flóa. Saga framræslunnar hér á landi er rauna- eða harm- saga. Gerð hafa verið fjöldamörg mistök og eyðilögð lifandi verðmæti sem seint eða aldrei verða bætt. Yfirleitt hafa engar vistfræðilegar rannsóknir verið gerðar áður en land var ræst með skurðgreftri. Því hafa menn ekki gert sér grein fyrir þeim afleiðingum sem slíkur skurður getur haft í för með sér. Enga sérfræðiþekkingu þarf raun- ar til að sjá fyrir hvað það þýðir að hleypa vatni af mýrlendi, þar sem sérstæður gróður og dýralíf hafa náð að dafna árþúsundum saman. í einni andrá eru lífsskilyrðin tekin af mýrlendisjurtum, skordýrum og fuglum, og önnur koma í staðinn sem þykja henta manninum betur. Þetta hefur verið að gerast í tugi ára, án tillits til þeirra lífvera sem verða að hopa undan ægivaldi þessarar skurðgröfuvæddu lífveru sem nefnist maður. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál en því fer fjarri að hún hafi haft þau áhrif sem hún hefði þurft að gera. Oft heyrist að þeir, sem vilja friða mýrlendi, heimti að allt sé friðað. Sagt er að ekkert megi gera fyrir þessum of- stækisfullu mönnum. Hér er þó um mikinn misskilning að ræða. Eng- inn lætur sér detta í hug að ræktun sé ekki lífsnauðsynleg fyrir okkur íslendinga. Við erum öll sammála um það. En þegar verulega skortir á skipulag framkvæmda og stund- arhagur er látinn vera alls ráðandi, er ekki við því að búast að vel fari. — o — 0 — o — Rit þetta um fugla, auk 7. rits Landverndar er fjallar um villt spendýr eru bækur sem allir dýra- vinir verða að eiga. Skrifstofa Landverndar er til húsa að Skóla- vörðustíg 25 og síminn þar er 25242. Meðfylgjandi myndir eru úr bókinni. js 18

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.