Ný dagsbrún - 01.01.1906, Side 33
BREIÐFIRZRI SrF.GILI.IN'K
"3
óheppilcgu orðatiltæki í fornfálegum enskum ’guðsorða'
bókum,‘ þar sem ,,natural man" og ,,spiritual man" er
haft til þcss, að tákna ímyndað ósamrœmi f cðlisfari mann-
anna. — Sumstaðar í fyrirléstrinum cr ekki svo gott
að átta sig á því, hvort hcldur er um bögumæli eða liugs-
unarvillu að ræða. Þannig cr til dœmis um orðið ,,fárán-
legur“. Höf. getur þess á einum stað, að vissir mcnn
hafi ásett sjcr að brjóta eina ákveðna löggjöf með þcim
hætti, að gjöra einmitt það, scm löggjöfin bannaði þeim að
gjöra. Að fara svolciðis að því að brjóta lögiti, telur
sjera Jón fáránlega aðferð, og hvort sem hantr kann nij
að skilja þetta sjálfur eða ekki, þá skilur það vfst enginn
annar. Síðar spyr hann hvort það sje ekki fáránlegt að
að hugsa urn það, sem hann er þá cinmitt sjálfur að hugsa
og tala um. Það er þar scm hann cr í hugskoti sfnu að
bendla þctta gamla „Skollans apaspií“ eitthvað við Sig-
urð Júlíus, og eins og á stcndur f þvf sambandi, finnst
mjer raunar, að það muni vcra óhætt að svara spurningu
höf. játandi, en samt er það nú svona, að maður gctur
ekki verið aldeilis viss um það, hvað af þrennu hjer er
helzt um að ræða. Orðið ,,fáránlegt“ getur staðið á
röngum stað f setningunni, eins og orðið ,,lfka“ stendur
aftur og aftur. Það getur lfka verið í einhverri nýstár-
legri merkingu eins og orðið „andspœnis". Og svo er
það ekki óhugsandi, að öll setningin sje hrein og bein
hugsunarvilla, eða mikilmennska.
Jeg skal skjóta hjcr inn f fáum orðum, sem koma
þessum athugascmdum við, þótt þau sje fyrirlestrinum
,,Að Helgafelli" óviðkomandi. í ræðu sem höfundur
þess fyrirlestrar hjelt á fundi nokkrum hjer f borginni,
benti hann á það, hversu miklu afsakanlegra það væri, að
draga útlend orð inn í fslenzkuna, eins og fornmönnum
hefði til dœmis farist með orðið ,,paðreim,“ heldur en að