Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Page 19
H E I M I R
15
hann síðan færði í letur „viðstöðulaust, eins hratt og hann
mátti“. Þessvegna voru afköstin gífurleg. Hann samdi t.
d. 18 ára gamall, árið 1815, dag einn i ágústmánuði 8
sönglög, og þremur dögum síðar aftur 8 sönglög, og sex
dögum þar á ei'tir enn 6 sönglög og 1 kórlög. Messuna í
g-dúr, sem er stórform kirkjulegrar tónlistar, samdi hann
einnig 18 ára gamall á aðeins 5 dögum, og er hún eitt-
Iivert yndislegasta verk i sínum stíl. Þannig eru dæmi
þess, að hann samdi í einni svipan alveg undirbúnings-
laust gullfalleg söuglög — i gluggaskoti í veizlusal, á hak-
ið á matseðlunum á veitingahúsi í glöðum vinahóp. Vogl
hélt, að hann semdi lögin i einskonar dáleiðslu (Clair-
voyance), og gæli maður freistast til að trúa því, þegar
maður gerir sér grein fyrir því, hve hvgging laganna er
vönduð og lýtalaus i öllum smáatriðum, sem sannanlegt
er að eru samin á svipstundu. Það styður og þessa skoð-
un, að Schubert þekkti einu sinni ekki aftur lag, sem hann
hafði sainið fyrir stuttu, þegar liann heyrði það sungið,
og sagði: „Ekki ólaglegt. Eftir hvern er það?“
Eftir Scliuhert liggur yfir 600 sönglög og fjöldi annara
tónsmiða, eins og' hljómdrápur (symphoníur), fiðluverk,
píanótónsmiðar, messur, söngleikir, strokkvartettar o. fl.
Það er ekki meiningin að segja hér æfisögu hans. llann
fæddist árið 1797 i Vinarborg, ól þar aldur sinn að mestu
óslitið og dó þar árið 1828 aðeins 31 árs að aldri. A leg-
slein hans var letrað:
Hér gróf dauðinn dýran sjóð,
en þó enn dýrari vonir.
Mozart dó 36 ára gamall og heið þá tónlistin mikio tjón.
En ef hann hefði dáið jafnungur og Schubert, þa ætli
heimurinn lieldur ekki söngleikiua „Don Juan“ og „Töfra-
flautuna“ og lieldur ekki hljómdnápurnar hans þrjár
írægu. Og hefði Beethoven dáið á sama aldri og Schuhert,
jiá hefði heimurinn aldrei þekkt meginþorran af mcrki-
legustu tónsmiðum hans. Grafskriftin á legsteini Schu-
herts eru engar ýkjur.