Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Page 25
H E I M I R
21
nemar“ eftir söngstjórann, Sig-
urð Þórðarson. Síðan ávarpaði
próf. theol. Magnús Jónsson
kórinn, og þakkaði honum fyr-
ir það landnám, er hann hafði
numið meðal erlendra þjóða,
■og hrópuðu siðan áheyrendur
ferfalt húrra fyrir kórnum.
Fararstjórinn, próf. Guðþrand-
ur Magmisson, þakkaði fyrir
kórsins hönd.
Síðan tók kórinn til óspilltra
málanna, og rak nú hvert iag-
ið annað. Fyrst „Kirkjuhvoll",
•eftir Bjarna Þorsteínsson, sem
sungið var veikt og hvislandi.
Siðar voi'd sungin þróttmikil
og stór kórverk, eins og
„Brennið þið vitar“, eftir Pál
ísólfsson, „Ólafur Tryggvason"
■eftir Reissiger og „Förumanna-
flokkar þeysa“ eftir Ivarl Run-
ólfsson, og siðast hressandi
Vínarlag„Vor“, eftir Johann
Strauss.
Af textabókinni má sjá, hvaða
lög kórinn hefir sungið i utan-
förinni. Allt islenzk liig, eins
•og vænta mátti, en maður sakn-
ar þó islenzkra þjóðlaga, sem
raddsett hafa verið fyrir fjór-
ar karlmannaraddir, og ættu
fyrst og fremst að syngjast í
slíkum söngförum, eiiis og
„Hrafninn flýgur“, „Ég veit
■eina baugalinu", „Keisari nokk-
ur mætur mann“, „Bára blá“
o. fl. Mér þykir líklegt, að síð-
asta lagið hafi ekki verið val-
ið, ]>ar eð það liggur ekki fyrir
einsöngvaral kórsins, Stefán
Guðmundsson, óperusöngvara.
Hinsvegar eru í bókinni „Is-
land farsælda frón“ og „Græn-
landsvísurnar" efiir Sigfús
Einarsson, rammíslenzkar og
byggðar á islenzku þjóðlagi.
Útlendingar vilja fyrst og
fremst kynnast sérkennum okk-
ar í söng, og þau koma vitan-
lega hvergi betur fram en í
þjóðlögunum.
Ekki er þetta „alveg nýr
■sönguiT lijá kóírnum, þvi að
kórinn hefir sama svip og hann
alltaf hefir haft. En söngurinn
er betri en áður, þvi að hann
er betur þjálfaður og öruggari
en nokkuru sinni fyrr. Tenór-
arnir eru bjartir og mjúkir,
sveigjanlegir og sérstaklega lit-
sterkir, en bassarnir hafa hins-
vegar ekki mjúkan og hljóm-
fagran blæ. Sum erlend blaða-
ummæli lofa kórinn fyrir hinn
norræna raddblæ. íslenzkar
raddir eru sérstæðar. í beztu
kórunum okkar er svipaður
kórhreimur, þótt nokkur gæða-
munur sé, og þcssi kórhreim-
ur er allólíkur þvi, sem hann
er í öðrum norrænum kórum,
I. d. sænskum og norskum.
Þetta kom greinilega í ljós á
Þingvöllum í fyrrasumar, þeg-
ajr „K arlakijr Reykjavíkur“,
„Fóstbræður“ og sænski stú-
dentakórinn sungu hver við
annars lilið. Raddblærinn i ís-
lenzku kórunum var keimlik-
ur, mýkri og sakleysislegri en
i sænska kórnum, en söngur
sænska kórsins var eftir mínu
viti þrungnari norrænum anda
og krafti.
Þrátt fyrir sönggleðina i