Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Síða 11

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Síða 11
BÁRÐUR HALLDÓRSSON, menntaskólakennari, Akureyri: Frjáls skoáanamyndim og Iýoræoi UM FÁTT er nú meira rætt og ritað en áhrif hinna svonefndu fjölmiðla á skoðanamyndun fólks. Ég rakst nýlega á það í blaðagrein, að maður nokkur setti fram þá skoðun sína, að íslendingar væru ámóta van- búnir að taka við sjónvarpi eins og Afríkuþjóðir við stafrófinu. Það er býsna mikið til í þessu, því sjónvarpið gerir fjarlægðir tíma og rúms hverfandi litlar og er langáhrifamesta áróðurs- tæki og tjáningamiðill okkar tíma. Það hefur verið sagt um ís- lendinga, að þeir hafi aldrei orð ið múgamenn, en slíkt má ein- mitt skrifa á reikning samgöngu leysis og strjálbýlis. Landið er hrjóstrugt og erfitt yfirferðar, en slíkt hindrar eðlilega skoð- anaskipti manna og veldur meiri grósku og fjölbreytni í skaphöfn manna og skoðunum, því gagnstætt því, sem vænta mætti, hafa sjónvarp, útvarp og dagblöð alið á múgmennsku og linnið dyggilega að því að fækka skapgerðardráttum íslendinga. Á íslandi er því í fyrsta sinn að myndast andrúmsloft múg- mennskunnar. Við sjáum þess daglega merki, ef grannt er að gætt. Fjölmiðlarnir uppgötvuðu t. a. m. fyrir skömmu, að til væri nokkuð, sem héti mengun, og með þeirra tilstilli hefur síð- an geisað eins konar mengunar- móðursýki, sem suma hefur hrjáð svo illilega, að þeir sjá hreinlega ekkert, sem orðið gæti hrelldu mannkyni til bjarg ar. Slíkar múgæsingar eru orðn ar býsna algengar og eiga nær undantekningarlaust rætur sín- ar að rekja til fjölmiðlanna, sem með einhæfum fréttaflutningi æsa upp frumstæðustu hvatir almennings, svo sem ótta og hatur. Fréttir eru að mestu Ieyti af ýmis konar skelfingaratburð- um og hryðjuverkum, dregnar eru upp hroðafengnar lýsingar á ofbeldisverkum víðs vegar um veröldina, en þess „samvizku- samlega“ gætt, að sem minnst megi fram koma af manngæzku og heilbrigðu mannlífi, vand- lega er þagað yfir því, sem eðli- legt mætti teljast og á betri veg fer. Slíkur fréttaflutningur er skaðlegur og óheiðarlegur. Hann er óheiðarlegur af því hann er ekki raunsannur, dreg- ur aðeins upp skuggahliðar mannlífsins og er þar af leiðandi 11 ungir velja VAIASH pfi ii m % t .___' * mm : T hættulegur siðgæðinu. Hann er skaðlegur, af því að hann vekur menn til ótta og knýr þá til að mynda sér skoðanir, verða öfga kenndar, frumstæðar og skyn- semi sneyddar. Fyrir lýðræðið er slíkur fréttaflutningur einkar hreinna ávaxtabragö frá tŒf Bárður Halldórsson. skaðlegur, eins og nærri má geta, þar eð alið er á þeim frum hvötum, sem lýðræðið er meðal annars sett utan um sem eins konar rammi eða haft. Væri þá ekki úr vegi að velta ögn fyrir sér hugtakinu lýðræði, þessu margbrjálaða orði, sem teygt hefur verið og togað sem hrátt skinn í hildarleik fjölmiðla og stjórnmála fyrr og síðar. Mér dettur ekki í hug sú goðgá að bæta við það sundurleita sam- safn skilgreininga, sem gefið hefur verið því orði og förunaut þess, frelsinu, en geng út frá því sem trúarlegu dogma, fjar- lægri draumsýn, sem stefna.ber að, þótt ef til vill náist aldrei nema í skottið á henni. Leitin að lýðræðinu skiptir því mun meira máli heldur en skilgreiningar og fullyrðingar um, hvort það sé heldur að finna austan eða vestan Járn- tjaldsins. Hins vegar væri vel þess virði að ræða hvorum meg in kútsins væri vænlegra að hefja leitina og hvar væri helzt von til þess að finna það ástand og það andrúmsloft, það hugar- far og þann þroska samfélags- ins, sem gert gæti leitina heilla- ríkari og hamingjumeiri. Ég hef að nokkru kynnzt báð um hliðum og velkist ekki í nokkrum vafa um, hvorum meg in manneskjan á sér meiri mögu leika til framvindu og þróunar, hvorum megin hún hafi þó altent svigrúm til leitar og ráð- rúm til skynsamlegrar yfirveg- unar, því þótt margt megi að lýðræði okkar finna og ýmsa agnúa verði allir varir við, eru samt möguleikarnir til þróun- ar til staðar og það andrúms- loft og þær aðstæður, sem kalla byltinguna yfir sig, eru svo fjarri okkur, að byltingaffólki er af öllum þorra almennings tekið með góðlátlegri kímni eða algjöru fálæti. Vandamál þjóðfélags okkar eru að öllu jöfnu ekki þess eðlis, að þau beri að leysa með snögg soðnum byltingum, þótt auðvit- að komi alltaf ýmis þáíi niál fram, sem krefjast skjótra að- gerða, en þær aðgerðir fara yfir leitt fram innan ramma laga og réttar. Á síðustu tveimur til þremur árum hefur nokkuð borið á ýms um öfgahópum og ólgu í þjóð- félagi okkar og horfa ýmsir með ugg og skelfingu til þeirra. Ég tel ekki ýkja mikla ástæðu til þess að óttast þá hópa svo mjög, því sá eiginleiki íslenzks þjóð- félags að endurspegla ólguhreyf ingar Evrópu tveimur til fimm árum eftir að þær bar hæst á meginlandi Evrópu virðist enn ætla að fylgja okkur, og má ef til vill rekja það til þess, að námsmenn bera þær heim sem fyrri daginn þrátt fyrir tilkomu þeirra fjölmiðla, sem birta okk- ur daglega fréttir af atburðum líðandi stundar. Auk þess eru sumar þessar hreyfingar hress- andi og megna ef til vill að þjappa okkur saman um þjóð- skipulag okkar og fá okkur til þess að meta kosti þess og galla, vega og meta með okkur, hvað er feyskið og fúið og hvað þarf endurbóta við, án þess þó að við látum blinduna ná slíkum tökum á okkur, að við vörpum því einnig fyrir róða, sem traust er og haldgott og enn má á byggja. Ég lít svo á, að það sé í verka hring þess flokks, sem kennir sig til jafnaðarstefnu, flokks, sem hafnar byltingu en styður þróun, að gegna forystuhlut- vei'ki í leit okkar að lýðræðinu, bæði sökum þess, að hann á drýgstan þátt í mótun íslenzks þjóðfélags og innan vébanda hans ætti að vera mest svigrúm til skoðanaskipta, þar sem trúin á óumbreytanleíka þess, sem er og verður, á sér fáa formæl- endur. Flokkurinn verður jafn- framt að hafa í huga, að sú leit má ekki verða handahófskennd og hinn gullni vegur meðalhófs- ins er ekki ætíð skínandi bjart- ur, heldur toi'farinn og vand- rataður, en hann er þó vænlegri til lausnar en þær glæsigötur, sem finna má til beggja handa, þar sem menn hafa sér að leiðar ljósi uppþornaðar kenningar eða dýrslegar frumhvatir, sem hneppa menn í viðjar sínar og veita lítið svigrúm til þroska og þróunar. r • • KAUPMENN - KAUPFELOG TORO-súpur RUSKOLINE-kryddrasp - ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI JOHN LINDSAY HF. GARÐASTRÆTI 38 - SÍMI (96) 2-64-00 Sjálfvirkar þvottavé - VERÐ FRÁ KR. 25.000.00 lar Eldavélar - VERÐ FRÁ KR. 16.100.00 Kæliskáj - VERÐ FRÁ KR. 24.300.00 Nýkomið! JÁRN- 06 GLERVÖRUDEILD >ar

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.