Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Qupperneq 16

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Qupperneq 16
FUNDUM okkar Braga Sigurjónssonar bar saman fyrsta sinni á þingi Alþýðuflokksins fyrir óralöngu. Vorum við samlyndir þar í umræðum og atkvæða- greiðslum, enda Bragi í fylkingarbrjósti vinstra megin og flestum róttækari. Óttaðist ég þó, að hann myndi helzt til einþykkur að mínum dómi. Sá kvíði vék samt brátt úr huga mér, er við áttum tal saman yfir kaffibollum í fundarhléi út af fyrir okkur. Bragi hló að deilumálunum og brá á létt hjal, gerði að gamni sínu um menn og málefni, fór með eitthvað af vísum og hermdi mér sögur að norðan. Þá sannfærðist ég á svipstundu uin, að Bragi Sigurjónsson er síður en svo einhæfur að lundarfari eða í skoðunum, þó að hann sé ákveð- inn og láti ógjarnan hlut sinn. Hef ég átt með hon- um margar góðar stundir síðan, mér til fróðleiks og skemmtunar. Ég rifja þetta upp til þess að minna á, að Bragi Sigurjónsson er að minni hyggju einn af róttæk- ustu málsvörum Alþýðuflokksins. Sú ályktun haggast ekki, þó að ég vorkenni honum iðulega samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Braga er vissu- lega ljóst, að umbætur og framfarir, sem fást með samingum við andstæðinga í dægurbaráttu líðandi stundar, eiga lítið skylt við framtíðarríki jafnaðar- stefnunnar. Þær geta verið mikils virði samt. Bragi hefur kannski linazt í sókninni með aldrinum, en hann svíkur aldrei málstað, sem er honum heil- agur. Uppruni Braga Sigurjónssonar hefur reynzt hon- um traustur grundvöllur, þó að hann vinni ekki störf sína heima í átthögunum samkvæmt liárná- kvæmri staðarákvörðun. Hann fæddist 9. nóvem- ber 1910 að Einarsstöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu, sonur Sigurjóns bónda þar, skálds og alþingismanns, síðar á Litlu-Laugum, og konu hans, Kristínar Jónsdóttur. Nam Bragi við héraðs- skólann á Laugum, en settist svo í kennaraskólann og lauk prófi þaðan 1931. Hóf hann þá mennta- skólanám á Akureyri og varð stúdent 1935. Hugð- ist hann lesa norræn fræði við Háskóla íslands, en lítt varð af því. Gerðist Bragi farkennari heima í Reykjadal tvo vetur, en síðan gagnfræðaskóla- kennari á Akureyri. Rækti hann það starf til hausts 1946, er hann varð fulltrúi almannatrygginga hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri, jafnframt stundakennslu við iðnskólann. Loks kom forstaða Útvegsbanka íslands á Akureyri í hlut Braga frá hausti 1964, og gegnir hann því embætti samhliða stjórnmálaumsvifum sínum. Alþýðumenning á nútímavísu hefur víst hvergi risið hærra í sveitum á íslandi en í Þingeyjarsýsl- um. Varð Bragi snemma fyrir ríkum áhrifum af skáldskap og fræðimennsku í átthögum sínum, en einnig róttækum skoðunum í þjóðfélagsmálum. Hann lét sér þó ekki nægja gömul spor, heldur vildi ryðja nýjar brautir, þegar hann óx úr grasi. Fékk hann brátt trú á jafnaðarstefnunni og gekk í Alþýðuflokkinn, er hann settist að á Akureyri. Þarf ekki að giæina þá sögu, því að hún er lands- kunn. Bragi hefur verið í liópi skeleggustu baráttu- manna jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins langt áraskeið og unnið nytjastarf sem bæjarfull- trúi í höfuðstað Norðurlands og landskjörinn þing- maður síðan 1967. Nýtur hann fjölhæfni sinnar, kapps og dugnaðar, en sér í lagi einstakrar seiglu hins jafnvæga manns, sem lætur sér aldrei detta í hug að ofmetnast í meðlæti eða gefast upp, þó að móti blási. Hryggileg voru þau tíðindi úr Norðurlands- kjördæmi eystra 1963, er Friðjón Skarphéðinsson tapaði uppbótarþingsæti Alþýðuflokksins þar og ákvað að hætta þátttöku í íslenzkum stjórnmálum. Úrslitin í kjördæminu 1967 voru að sama skapi gleðiefni, þegar Alþýðuflokknum bættust þar 345 atkvæði og Bragi Sigurjónsson varð landskjörinn. Auðvitað er slíkur árangur aldrei einum manni að 1 þakka, en tvímælalaust munaði drýgst um fram- jtak Braga. Jafnaðamienn á Norðurlandi eystra ÞANN 9. nóvember s.l. varð Bragi Sigurjónsson alþingsmaður sextugur; maðurinn, sem staðið hef- ur í fremstu víglínu Alþýðuflokksins hér á Akur- eyri og norðanlands s.l. 25—30 ár. Fljótt eftir að hann fylkti sér í raðir jafnaðar- jnanna hér á Akureyri, fóru að hlaðast á hann hín ýmsu félagsstörf og skal það helzta nefnt hér. Hann gerðist fljótt ritstjóri Alþýðumannsins, vikublaðs jafnaðarmanna hér á Akureyri og ann- aðist alla afgreiðslu þess og ritstýrði því til fjölda ára, án nokkurrar þóknunar. Hann hefur verið formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar í rnörg ár og í fulltrúaráði félagsins þau árin, sem hann hefur ekki setið í stjórn félagsins. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins hér á Akureyri hefur Bragi verið í mörg ár og þingmaður flokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra síðan 1967. Þá hefur liann verið í stjórn Elliheimilisins hér á Akureyri og barist manna mest fyrir stækkun þess. Af þessum störfum, senr upp hafa verið talin, sést, að við Alþýðuflokksmenn hér á Norðurlandi eigum Braga rnikið að þakka fyrir gott og óeigin- gjarnt starf, sem liann hefur innt af höndum fyrir okkur, bæjarfélag okkar og þjóðfélagið í lieild. Sem stjórnmálamaður hefur Bragi verið mjög Á sextugs afmæli BRAG unnu Alþýðuflokknum mikið gagn í kosningunum 1967 og eiga vissulega lof skilið, en eigi síður mál- gagn Jreirra, Alþýðumaðurinn. Sannarlega munar um þetta litla og fátæka en einarða blað í baráttu og starfi fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunnar á ís- landi. Þjóðmálaafskipti Braga Sigurjónssonar va?ru flestum ærið verkefni, en hann leiðir hug og hönd að fleira. Hann leggur mikla stund á ritstörf, og skáldskapur hans er harla frásagnarverður. Bragi hefur gefið út fimm ljóðabækur og eitt smásagna- safn. Telst hann hagvirkur kvæðasmiður og list- rænn í beztu ljóðum sínum. Kenndi oft framan af djarfrar ádeilu í kvæðum hans, en þar gætir rneira ríkrar náttúruskynjunar upp á síðkastið. Hann sér og heyrir glöggu auga og næmu eyra. Er og minn- isstætt að ræða við hann skáldskap og bókmenntir fyrr og nú, því að maðurinn er víðlesinn, smekk- vís og sjálfstæður í mati. Gleymist mér aldiæi, er ég sat skáldaþing í stofu hans einhveiju sinni gestur nyrðra, en þar voru Akureyringar og aðkomumenn og nóg um hreinskilni og bersögli, en þó bærilegt samkomulag. Bragi hafði frábært lag á að stjórna því spjalli án þess að grípa til húsbóndavalds. — Grunar mig, að honum hafi verið skemmt, þegar nærri lá, að skærist í odda út af skiptum skoðunum um ráðstöfun þeirra umdeildu fjámnina, sem kallast listamannalaun, og finnst mér ekki ósenni- legt, að hann hafi látið mig njóta einhvers, er ég hafi skár gert en þá vandasömu skömmtun. Bragi Sigurjónsson er sextugur í blóma lífsins. Samherjar hans víðs vegar um land binda við liann vonir og ætlast til þess, að hann eigi drjúgan þátt í því, að Alþýðuflokkurinn hafi forustu um að sameina vinstra fólk í djarfa og vígreifa fylkingu, sem berjist hiklaust en drengilega fyrir því, að hugsjónir jafnaðarstefnunnar verði íslénzkur veru- leiki. Þá köllun hlýtur Alþýðuflokkurinn að rækja, ef hann vill rísa undir hlutverki og skyldu. HELGI SÆMUNDSSON umdeildur og fengið ntikið aðkast frá andstæð- ingum sínum og oft borinn þeim sökum, sem hann hefur alls ekki átt. Sem dæmi get ég nefnt, að á s.l. þingi barðist liann fyrir hækkuðum ellilífeyri og tókst eftir mikil átök þar um, að fá hann hækkaðan um 5%. En svo var honum núið því um nasir, af stjórn- málaandstæðingum sínum fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar, að fella framkomna tillögu um 15% hækkun, sem þá var alls ekki hægt að fá fram- gengt. Bragi Sigurjónsson hefur, auk allra þessara fé- lagsmála, sem um hefur verið getið, verið mjög af- kastamikill rithöfundur. Gefið út 5 ljóðabækur og smásagnakver og ritstýrt Göngum og réttum, er út kom í fimm stórurn bindurn, og gaf út um tíma tímaritið Stíganda. Þau ár, sem ég starfaði með Braga að félagsmál- um, varð mér oft hugsað um hvað hann gat af- kastað miklu, því það var sama hvað honum var falið að gera, alltaf hafði hann tíma til að taka það að sér og koma því í framkvæmd. Bragi var baráttufús stjórnmálamaður og vildi oft breytingar á mönnum og starfsaðferðum, sumt komst í fiamkvæmd af því sem hann vildi, svo sem formannsskipti í Alþýðuflokknum á sínum tíma, svo eitthvað sé nefnt, en annað ekki, eins og geng- ur og gerist. En þó að Bragi væri borinn ofurliði í afstöðu til manna eða málefna, þá kom það aldrei fyrir, að hann léti það bitna á andstæðingnum, eins og suma vill lienda. Bragi er mikill verkalýðssinni og skilur þarfir og vilja verkalýðsins til hinna ýmsu umbótamála verkalýðnum til lianda, en greinir stundum á við stjórnendur verkalýðsfélaganna um starfsaðferðir, Engu að síður á verkalýðurinn tryggan og skiln- ingsgóðan mann að, þar sem Bragi Sigurjónsson er, og ættu stjórnendur verkalýðsins oftar að leita ráða og álits hans en gert er, til að fá framgengl málefnum verkalýðsins. Á þessum merku tímamótum í ævi Braga Sigur jónssonar, sendi ég honum og fjölskyldu lians mín

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.