Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Síða 12

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Síða 12
¥ • • Að þeim væntingum undanskildum er margt sem hefur áhrif á það sem hver og einn vill finna í fari hins kynsins. Fólk hefur mismunandi persónuleika, áhugamál og skoðanir. Einstaklingur sem er glaðlyndur og áhugasamur um íþróttir og heilsurækt er til að mynda ekki mjög líklegur til að finna sér maka sem er staðallmynd óheilbrigðinnar. Líkur sækir llkan heim segir máltækið. Fólk er mun líklegra til að finna sér maka sem er svipaður í útliti og það sjálft, er á svipuðum aldri, hefur svipað gildismat, svipaðar stjórnmála- og trúarskoðanir, svipaða menntun og svo framvegis. Það er því ekki að ástæðulausu sem pör eru oft lík að mörgu leyti. En burt séð frá þessu og þrátt fyrir smæð landsins þá eru fæst pör spegilmynd hvors annars. Við viljum fæst eiga maka sem er alveg eins við sjálf. Við viljum geta skipst á skoðunum og geta vegið hvort annað upp þegar á þarf að halda og stuðst við ólíka styrkleika hvors annars. Þrátt fyrir fjölbreytileikann í samskiptum kynjanna og ólíkar aðstæður þegar kemur að kynnum fólks á sviði stefnumótanna hér á landi virðist þróunin öll vera I átt að meiri nútímavæðingu og virðast netsamskipti að ná yfirhöndinni. Það er þó spurning hvort það er sú þróun sem við viljum sjá í þessum efnum. Það má spyrja þeirrar spurningar hvort ekki sé þörf á skýrari þróun í átt að persónulegri samskiptum þar sem fólk slítur sig örlítið frá tölvuskjánum og sýnir meira frumkvæði í samskiptum sínum hvert við annað án skjóls tölvunnar og SMS-skilaboða. Það væri þá hugsanlega til þess að rómantíkin og raunverulegur áhugi tæki völdin. Aron Björn Kristinsson og Margrét Oddsdóttir NYJAR LEIÐIR í LEIT AÐ ÁSTINNI Fyrir nokrum árum hóf SkjárEinn sýningar á þætti sem eflaust margir muna eftir. Þetta var stefnumótaþátturinn Djúpa laugin. Eftir nokkra ára hlé hefur verið ákveðið að taka upp þráðinn, í þetta sinn undir stjórn þeirra Röggu (Ragnhildur Magnúsdóttir, dagskrár- og kvikmyndagerðarkona) og Tobbu (Þorbjörg Alda Birkis Marínódóttir, blaðamaður og bloggari). Blaðamaður settist niður með hinum nýju stjórnendum og spurði þá spjörunum úr. Þótturinn unninn út frá breyttri stefnumótmenningu "Á 10 ára afmæli SkjásEins var kosið um hvaða þátt fólk vildi helst fá aftur og stóð Djúpa laugin þar uppi sem vinningshafi. Þess vegna var ákveðið að byrja með þáttinn á ný," segirTobba. „Auk þess er hin svokallaða deitmenning að breytast mjög mikið á íslandi og okkur þótti kjörið að koma með svona þátt nú þegar fólk er orðið opnara fyrir nýjum og skemmtilegri leiðum við að finna ástina," bætir Ragga við glaðlega. „Það verða gerðar miklar breytingar á þættinum en við getum þó að sjálfsögðu ekki skýrt frá þeim öllum hér, þetta kemur allt í Ijós þegar sýningar hefjast," segirTobba einnig. „Við getum þó sagt frá því að við ætlum að stíla inn á breytta stefnamótahegðun íslendinga," bætir Ragga við. „Fólk vill ekki lengur vandræðaleg veitingahúsastefnumót, fólk vill gera eitthvað skemmtilegt saman, t.d. fara í klifur, göngur eða elda saman þannig að við ætlum að hafa þetta 12 STÚDENTABLAÐIÐ eins skemmtilegt og það mögulega getur orðið og draga eins og við getum úr púkalegum og vandræðalegum atriðum. Einnig ætlum við að bæta inn í þáttinn innslögum, bæði hjálplegum stefnumótainnslögum og svo gríninnslögum." Ragga tekur þó fram að grunnatriðin verði þau sömu, ein manneskja spyrji þrjá aðila spurninga og velji síðan einn þeirra að lokum. Parið fær sfðan ferðalag (vinning. Hressandi og skemmtileg leið til að kynnast áhugaverðu fólki Tobba segir að hún heyri oft út undan sér að fólk haldi að það sé ekki týpan í það að taka þátt í svona þætti. En hún segir að ef fólk sé týpan í að verða ástfangið þá sé þátturinn fyrir það. „Þetta er hressandi og skemmtileg leið til að kynnast áhugaverðu fólki. Vill fólk frekar hittast á djamminu þar sem engin leið er að vita hvort þið eigið vel saman og vakna svo daginn eftir með SMS og muna ekkert eftir því hvernig gaurinn eða pían var?" spyr Tobba. „Við erum að leita að mjög breiðum hópi af fólki. Þú þarft að vera orðin tvítug eða tvítugur en við erum þó alls ekki bara að leita að fólki á þrftugsaldri. Við viljum allar týpur f þáttinn, unga, eldri, samkynhneigða og í raun bara alla sem eru opnir og hressir og vilja kynnast öðrum þarna úti," segir Tobba enn fremur. „Við getum lofað fólki skemmtilegri upplifun og við hvetjum alla einhleypa háskólanema til að skrá sig og fylgjast með. Djúpa laugin er komin á Facebook og skráning fer fram á skjarinn.is," segja þær vinkonur að lokum og minna á að sýningar hefjast 12. febrúar. Ásdís Auðunsdóttir

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.