Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 14
Fjölhæfur verðlaunahöfundur
og fjögurra barna faðir
Þann 1. desember síðastliðinn tilkynnti Alfred Toepfer stofnunin að Andri Snær Magnason rithöfundur yrði þess heiðurs
aðnjótandi að hljóta Kairos-verðlaunin 2010. Þau nema 75 þúsund evrum, jafnvirði 13 milljóna króna, og eru talin ein af virtustu
menningarverðlaunum Evrópu og eru nú veitt í þriðja sinn. Verðlaunaafhendingin ferfram þann 28. febrúar næstkomandi í
Hamborg, heimaborg Alfred Toepfer stofnunarinnar en kaupmaðurinn Alfred Toepfer setti stofnunina á laggirnar árið 1931.
Markmið stofnunarinnar er að stuðla að menningarlegri fjölbreytni á milli Evrópulandanna.
Andri Snær hefur skrifað ýmis verk um ævina,
bæði skáldsögur, barnabækur og leikrit.
Hann hefur gefið út Ijóðabækur, unnið með
tónlistarmönnum að útgáfu geisladiska og komið
að hugmyndavinnu með arkitektum fyrir ýmsar
skipulagningarsamkeppnir svo fáeitt sé nefnt.
Hver voru þín fyrstu viðbrögð við fréttunum?
Þetta var eiginlega þannig að Elín Hansdóttir
listakona hringdi í mig og sagði mér frá þessum
verðlaunum og ég hélt að ég hefði kannski verið
STÚDENTABLAÐIÐ
tilnefndur en svo sagði hún mér að ég hefði
fengið þau og ég var náttúrulega mjög hissa. Þetta
var hálfóraunverulegt, eins og að hafa unnið í
Happdrætti Háskólans!
Ætlar þú að vera viðstaddur
verðlaunaafhendinguna þann 28. febrúar?
Já, þetta er risadæmi hjá þeim, örugglega þúsund
manna athöfn í stórum sal í barokkstíl á við
Borgarleikhúsið að stærð. Emiliana Torrini spilar,
Hilmar Örn, Steindór og Páll með steinhörpuna
þannig að það er öllu tjaldað til.
Þú varst nýlega á kvikmyndahátíðinni í
Amsterdam þar sem kvikmyndin Draumalandið
var sýnd. Að hversu miklu leyti telur þú að
verk þitt Draumalandið, bæði bókin sem kom
út 2006 og kvikmyndin sem kom út 2009, hafi
haft áhrif á val dómnefndarinnar?
Ég tel að það hafi örugglega haft talsverð áhrif en
þetta eru náttúrulega ekki eins verks verðlaun. Þau
veita þessi verðlaun fyrir mjög fjölbreyttan og réttast