Stúdentablaðið - 01.02.2010, Page 18
Rök með og
á móti Icesave
Margir hafa fengið sig fullsadda af
lcesave-umræðunni. Einhverjir af þeim
telja að pólitískt hagsmunapot hafi farið
að einkenna umræðuna og gert hana
klisjukennda. Það hlýtur að vera öllum
hollt að lesa grein sem gefur fólki tækifæri
á að mynda sér sínar eigin skoðanir á
málum. Slíkt er markmið þessarar greinar
þar sem farið er yfir stærstu rökin með
og móti núverandi lcesave-lögum. Rætt
er við EiríkTómasson lagaprófessor og
Mariu Elviru Mendez Pinedo, dósent í
Evrópurétti.
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
Rök með:
Efnahagsleg. „Samningur væri í höfn og allri óvissu
þar með eytt, hægt er að færa rök fyrir því að
óvissan hafi slæm efnahagsleg áhrif."
Pólitísk. „Það er mín skoðun að það sé erfitt fyrir
okkur pólitískt að draga núna allt I land og segja að
við greiðum ekki fyrr en fyrir liggi dómsúrlausn."
Rök á móti:
Lagaleg. „Það hafa verið færð frambærileg lagaleg
rök fyrir því að okkur beri að borga en ég tel að
lagaleg rök gegn þvi vegi nú þyngra."
Fjárhagsleg. „Einnig eru ýmsir sem telja að þó við
eigum að taka á okkur skuldbindingar þá séu þær
of miklar samkvæmt fyrirliggjandi samningi."
Ovissu yrði eytt
„Með samþykkt lcesave-laganna erum við búin að
ná ákveðnum samningi um ríkisábyrgð sem Bretar
og Hollendingar eru tilbúnir til að fallast á. Hér er
um að ræða 20.889 evrur á hvern reikningseiganda
í Bretlandi og Hollandi. Bretar og Hollendingar hafa
nú þegar greitt þessar fjárhæðir og meira til auk
þess sem þeir krefjast þess að Tryggingarsjóður
endurgreiði þetta fé. Þeir eru tilbúnir til að veita
okkur lán með tilteknum skilmálum og fara
fram á að ríkið gangist í ábyrgð vegna of lítillar
STÚDENTABLAÐIÐ
greiðslugetu Tryggingarsjóðs. Með samþykkt
þessara laga sem forseti hefur synjað staðfestingar
þá er fallist á ríkisábyrgð. Sett eru viss skilyrði fyrir
ríkisábyrgð í lögunum eins og að greiðslubyrði verði
hófleg og einnig er inni ákvæði kennt við Ragnar H.
Hall. Ákvæði það er að vísu ekki eins afdráttarlaust
og I lögum frá því I ágúst.
Að lokum, það seinasta sem mælir með því að
menn samþykki lögin er að með því yrði allri
óvissu eytt. Þar með værum við búin að taka á
okkur tiltekna fjárskuldbindingu og málið þá leyst.
Margir hafa einmitt talið að núverandi óvissa valdi
okkur vandræðum við öflun erlends fjármagns.
Lánshæfismat ríkisins hefur ekki verið metið hátt
undanfarið og hefur lækkað í kjölfar synjunar
forseta. Það hefur líka verið rætt um að á meðan
lánshæfismat ríkisins sé svo lágt þá sé erfitt fyrir
önnur fyrirtæki að fá lán, t.d. orkufyrirtækin."
Lagaleg rök gegn lcesave sannfærandi
„Fyrir það fyrsta telja margir að okkur beri ekki
lagaleg skylda til þess að takast á hendur þessar
skuldbindingar og fyrir því hafa að mínum dómi
verið færð sannfærandi rök. Það er mitt mat að við
myndum standa tiltölulega sterkt að vígi ef þetta
mál færi til úrlausnar fyrir hlutlausum dómstóli.
Þó verður að slá þann varnagla að málið er engan
veginn unnið að mínum dómi. Það hafa verið færð
frambærileg lagaleg rök fyrir því að okkur beri að
borga en ég tel að lagaleg rök gegn því vegi nú
þyngra. Síðan eru margir á þeirri skoðun og ekki
slst af því að hvað eftir annað hafa forystumenn
okkar lýst því yfir að við munum taka á okkur
skuldbindingar vegna þessara reikninga I Bretlandi
og Hollandi. Alþingi hefur svo ályktað um þetta
þrisvar sinnum, ( desember 2008, ágúst 2009 og
í lok desember 2009. Það er mín skoðun að það
sé erfitt fyrir okkur pólitlskt að draga núna allt I
land og segja við greiðum ekki fyrr en fyrir liggi
dómsúrlausn. Jafnvel þótt stætt sé á því lagalega.
Dómsúrlausn hefði verið möguleiki I upphafi og
þann möguleika aðhyllumst við lögfræðingar
almennt, að menn taki ekki á sig skuldbindingar
nema að fengnum dómi.
Einnig eru ýmsir sem telja að þótt við eigum að
taka á okkur skuldbindingar þá séu þær of miklar
samkvæmt fyrirliggjandi samningi. Hægt sé að
leysa þetta mál þannig að okkar byrðir verði
léttari, I þvl samhengi vísa menn oft I lögin frá I
ágúst. Skilmálarnir í samningnum frá því I ágúst
ganga lengra heldur en skilmálarnir samkvæmt
núgildandi lögum. í lögunum frá því I ágúst
þá var engin yfirlýsing um það að ríkisábyrgðin
myndi gilda lengur en til 2024. Annað atriði
breyttist einnig í seinni lögunum, að við tilteknar
efnahagsþrengingar þá yrði ekkert greitt af
láninu, hvorki afborganir né vextir. Nýju lögin
gera hins vegar ráð fyrir því að jafnvel þótt illa
standi á þá greiðum við alltaf vexti af láninu en
afborganir frestist. I nýju lögunum er einnig dregið
úr lagalegum fyrirvörum. I fyrsta lagi þá var því
lýst yfir að ef úrskurðað yrði af einhverjum þar til
bærum aðila að okkur bæri ekki skylda til þess að
greiða þá myndi skuldbinding okkar á láninu falla