Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Side 28

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Side 28
gamans. En ég þarf sem sagt að safna saman 1500 persónulegum undirskriftum með kennitölu þannig að í rauninni gæti ég alveg staðið niðri á Lækjatorgi með möppu og penna og spurt bara vegfarendur hvort þeir vildu að ég yrði næsti forseti landsins. Ég hitti meira að segja Ólaf Ragnarfyrir algjöra tilviljun á verðlaunaafhendingu þar sem ég var að fá viðurkenningu fyrir störf mln í tónlist og fyrir þátttöku mína í mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Hann var að afhenda verðlaunin og ég spurði hann bara að þvf hvað felst ( þessu djobbi. En ég komst svo bara að því eftir að hafa hugsað aðeins málið og fylgst aðeins með honum að ég myndi aldrei nenna að vera forseti lýðveldisins. Allar þessar móttökur og ferðalög og viðburðir, þetta stoppar aldrei. Ég er ekki viss um að ég myndi meika svona. Mér þætti þetta örugglega hundleiðinlegt! Þú gætir kannski fengið Dorrit lánaða, hún myndi stela senunni. Og ein að lokum, er von til þess að þú takir aftur þátt í Eurovision? STÚDENTABLAÐIÐ vertið, er inni á YouTube að skoða lögin sem eru komin inn. Þetta er pínu eins og jólaundirbúningur hjá mér. „Ef þú vaknar að morgni og byrjar daginn á að blóta þegar þú slekkur á vekjaraklukkunni þá get ég lofað þér því að sú stemmning mun elta þig allan daginn. Þú velur hvort dagurinn verði góður eða slæmur. Þú hefur valkost. Ég er löngu hættur að kalla það vandamál ef eitthvað kemur upp á, ég kalla það bara verkefni." Hvað er það sem gerir þig svona jákvæðan og glaðan? Það eru genin. Ég er yngstur af sjö systkinum og öll mín fjölskylda er svona. Fyrst og fremst genin held ég. En svo verður maður líka að taka ábyrgð á skapinu sínu sjálfur. Það er á mína ábyrgð að ákveða hvort að dagurinn í dag verði góður dagur og þá verður hann það. Ef þú vaknar að morgni og byrjar daginn á að blóta þegar þú slekkur á vekjaraklukkunni þá get ég lofað þér því að sú stemmning mun elta þig allan daginn. Þú velur hvort dagurinn verði góður eða slæmur. Þú hefur valkost. Ég er löngu hættur að kalla það vandamál ef eitthvað kemur upp á, ég kalla það bara verkefni. Það er rétta orðið yfir það. Og það fá allar manneskjur einhver verkefni á hverjum degi ( gegnum allt lífið. Þannig að bara henda öllu drama út. Já, mig langar það en þá fer ég líka með keppnislag. Mér fannst Minn hinsti dans ekki keppnislag, það var meira svona til að brjóta (sinn og það lag varð að fara á sínum tíma. En ég vil gjarnan fara aftur en ég geri það ekki fyrr en ég heyri að rétta lagið er komið. Ég er alltaf að vinna að einhverjum demólögum og ef ég heyri að eitthvað demó gæti orðið kandídat í Eurovision- sigurvegara þá tek ég það frá. Steinunn Björk Bragadóttir Já, eða kannski bara fundið mér kærasta sem væri jafn mikíð glamúr og Dorrit. En svona í alvörunni, eftir að hafa hugsað um þetta þá komst ég að því að ég er bara langbest settur í nákvæmlega þeirri stöðu sem ég er í dag. Ég er búinn að vera duglegur að þjóna landinu með tónlistinni og öðru og er bara svo sáttur við mitt hlutskipti sem tónlistarmaður og skemmtikraftur þannig ég þarf ekkert að fara á Bessastaði. Plöturnar Allt fyrir ástina og Silfursafnið nutu gífurlegra vinsælda þegar þær komu út og njóta enn. Er von á nýrri plötu á næstunni? Já. Ég er sko alltaf að vinna að einhverju nýju efni. En málið er bara að ég vinn rosalega hægt, ég tek ekki neinar ákvarðanir nema að vel athuguðu máli. En um leið og ég er búinn að taka ákvörðun þá breytist ég í jarðýtu og byrja að vinna af fullum krafti og læt hendur standa fram úr ermum og það er ekkert sem stoppar þessa jarðýtu fyrr en verkefnið er klárað. En núna er ég á því stigi að ég er að reyna að hlusta á og sjá listaverk eftir aðra listamenn, hlusta á tónlist annarra, ég horfi á bíómyndir og fer (leikhús, reyni að fá innblástur og síðan er ég að reyna að gera eins mikið af demóum, sem eru kannski bara mínútulöng, sem ég veit ekkert hvað gæti svo orðið úr. En ég þykist vera mjög góður í því að heyra hvenær demó getur orðið að góðu popplagi. Það er eiginlega mín mesta blessun, það og jarðýtuhæfileikinn. Yrði það þá tónlist í takt við Allt fyrir ástina og fyrri poppplötur? Já, það verður popp! Svona dansskotið popp. Ég stend sko og fell með diskóinu. Diskóið er minn lífselixír. En þegar þú ert ekki á fullu í tónlistinni, hvað gerirðu þá til að slappa af og hvernig finnst þér best að eyða frítíma þínum? Ég reyni að vera duglegur í ræktinni. Reyni að fara alla vega þrisvar í viku. Og ég passa mig alltaf á því að þegar það er búin að vera löng helgi þá er mánudagurinn algjör dekurdagur. Þá slappa ég af með því að fara til dæmis í nudd og í heitu pottana og dekra algjörlega við sjálfan mig. Þetta er eitthvað sem ég verð að gera til að hlaða batteríin og geta haldið áfram. Og ég verð að fá átta tíma svefn á nóttunni, annars fúnkera ég ekki. En svona fyrir utan að fara (ræktina þá reyni ég að njóta hinna ýmsu lista. Ég reyni að horfa eins mikið og ég get á bíómyndir, er stöðugt að hlusta á tónlist, bæði nýja og gamla, og núna er líka byrjuð svona Eurovision-

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.