Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 33
Viðburðaskrá
Ragnar Kjartansson í
Hafnarborg
Sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Endalok,
sem var framlag fslands til Feneyjatvíæringsins
2009. Sýningunni lauk í Feneyjum í nóvember
2009 og vakti hún mikla athygli þarytra, bæði
meðal áhorfenda og gagnrýnenda. Ragnar er
kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur
að rekja til ólíkra miðla, m.a. leikhúss, tónlistar,
málverka og gjörninga. Sýningin samanstendur af
tveimur verkum, Endalokum-Klettafjöluml sem er
tónlistar-og myndbandsverk sem varpað er á fimm
tjöld samtímis og Endalokum - Feneyjum sem er í
raun afrakstur gjörnings Ragnars og félaga hans,
Páls Hauks Björnssonar. Sá gjörningur stóð yfir
allan sýningartíma Feneyjatvíæringsins þar sem
Ragnar málaði eina portrett-mynd af Páli á dag.
Afraksturinn er um 150 verk sem öll eru til sýnis í
Hafnarborg. Sýningin verður opin til 28. febrúar.
Emilíana Torrini í
Háskólabíói
Tónlistarkonan Emilíana Torrini átti mikilli velgegni
að fagna á síðasta ári en hún gaf út plötuna Me
and Armini sem hefur selst mjög vel, sérstaklega
í Evrópu. Þar má meðal annars finna lagið
Jungle Drum sem var mjög vinsælt á íslenskum
útvarpsstöðvum sumarið 2009. I kjölfar útgáfunnar
lagði hún upp í langt tónleikaferðalag þar sem hún
hefur ferðast um allan heim. Meðal annars hélt
hún tónleika f Ástralíu og Japan í kringum síðustu
jól og áramót en hún er loksins á leiðinni til (slands
þar sem hún heldur þrenna tónleika f Háskólabíói.
Þegar er orðið uppselt á fyrstu tvenna tónleikana en
miðasala á þriðju tónleikana er á midi.is.
fónlist
15. febrúarkl. 20:00
Nýi kvartettinn heldur árlega minningartónleika
til heiðurs Bergþóru Árnadóttur söngvaskáldi.
Tónleikarnir eru haldnir í Salnum í Kópavogi.
21. febrúar kl. 20:00
Emilíana Torrini heldur langþráða tónleika á fslandi.
Þegar er orðið uppselt á tvenna aðra tónleika sem
haldnir verða f febrúar. Miðasala er á midi.is.
21. febrúar kl. 15:15
Úr ýmsum áttum - (slenski saxófónkvartettinn
Sigurður Flosason og félagar flytja fjölbreytta
dagskrá í Norræna húsinu.
25. og 26. febrúar kl. 19:30
Sinfóníuhljómsveit íslands fagnar 200 ára afmæli
tónskáldsins Chopins. Einleikari er Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleikari en hann mun
spila nokkur af verkum Chopins með aðstoð
Sinfónfuhljómsveitarinnar. Miðasala á sinfonia.is.
Myndlist
Til 28. febrúar
Hafnarborg - Hafnarfirði
Sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Endalok, sem
var framlag íslands til Feneyjatvfæríngsins 2009.
6. - 28. febrúar
Sýning Guðrúnar Gunnarsdóttur haldin í Listasafni
ASÍ.
6. - 28. febrúar
Sýning Guðmundar Ingólfssonar haldin f Listasafni
ASÍ. Sýningin samanstendur af Ijósmyndum en
Guðmundur hefur stundað Ijósmyndun f yfir 40 ár.
12. febrúar
Listasafn Reykjavfkur - Kjarvalsstaðir
Sýningin Blæbrigði vatnsins opnuð. Litið eryfir 130
ára sögu vatnslitaverka á (slandi en á sýningunni
eru hátt á annað hundrað verka eftir um 60
myndlistarmenn.
12. febrúar kl. 19:00-24:00
Safnanótt
Fjölbreytt dagskrá verður í öllum húsum Listasafns
Reykjavfkur: Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og
Ásmundarsafni.
13. febrúar
Kling og Bang
Sýningin Jaðar sýn - Peripheral Vision opnuð.
Samsýning nokkurra listamanna á teikningum
sfnum. Listamenn eru Bjargey Ólafsdóttir, Haraldur
Jónsson, Hulda Vilhjálmsson, Ingibjörg Magnadóttir,
Magnús Árnason, Marta María Jónsdóttir og
Sigtryggur Sigmarsson.
25. febrúar
Listasafn Reykjavfkur - Hafnarhúsið
Sýning Katrínar Elvarsdóttur, Hvergiland, opnuð í
D-sal safnsins.
Kvikmyndir
16. febrúar kl. 17:00
Kvikmyndaklúbburinn Cine Club Hispano sýnir
kvikmyndina Pantaleón y las visitadoras frá Perú.
Myndin er frá 1999. Sýningin er f stofu 101 í
Lögbergi, HÍ.
23,febrúar kl. 17:00
Cine Club Hispano sýnir kólumbísku kvikmyndina
Maria llena de gracia (Maria full of grace). Myndin
er frá árinu 2004 og fjallar um unga, ófríska
konu sem gerist burðardýr fyrir eiturlyfjasmyglara
til að afla fjár fyrir fjölskyldu sína. Aðalleikkona
myndarinnar, Catalina Sandino Moreno, var tilnefnd
til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Sýningin í stofu
101 í Lögbergi, HÍ.
Annað
14., 21. og 28. febrúar kl. 20:00
(slenski dansflokkurinn sýnir nýtt frumsamið verk
eftir Alan Lucien Oyen, ungan norskan danshöfund.
Sýningar eru á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Miðasala á midi.is.
20. febrúar kl. 11:00-16:00
Háskóladagurinn - Námskynning
Kynning á grunnnámi í Háskóla íslands ásamt
þjónustu, félagslífi skólans og fleira. Kynningar
verða á Háskólatorgi, í Odda og Gimli.
STÚDENTABLAÐIÐ