Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 13
BÚNAÐARRIT
5
sláttulag þessara manna, eða hvernig þeir bjuggu í
hendurnar á sér. Menn hafa horft á þá eins og einhver
dularfull fyrirbrigði — séð að þeir slógu bæði mikið og
vel, en hitt hefir löngum farist fyrir, að athuga aðferð
þeirra nákvæmlega og læra af þeim. Prófessor Eiríkur
Briem heflr sagt mér t. d., að hann spurði mann sem
var Magnúsi sálarháska samtíða á bæ, hvernig sláttulag
hans hefði verið. Því gat hann ekki gert grein fyrir, en
hitt vissi hann, að Magnús var frábær sláttumaður, og
að hann brýndi svo að honum beit betur en dæmi
voru til.
Er þetta ekki undarlegt? Halda menn að einhverjar
sérstakar náðargáfur þurfl til þess að verða góður sláttu-
maður? Er það ekki auðsætt, að vegurinn til framfara
í þessu efni eins og öllum öðrum er sá að læra af þeim
sem íremstir eru í því, athuga aðferð þeirra nákvæm-
lega í öllum atriðum og gera hana svo að reglu, sem
menn kosta kapps um að fylgja, unz önnur enn betri
er fundin.
Eg hefi ,í sumar eftir föngum athugað slátt þeirra
sláttumanna er eg hefi náð til og reynt að fræðast sem
bezt af þeim um þau atriði er hér koma til greina.
Sjálfur stundaði eg á yngri árum slátt mörg sumur
svo sem títt er um sveitamenn. Eg hefl jafnframt reynt
að ná tali sem flestra er eg vissi að stundað hefðu
slátt og þá einkum þeirra er verið hafa góðir sláttu-
menn1). ílefi eg gert þetta í þeirri von, að eg mundi á
þennan hátt geta orðið nokkru nær um það hvernig
sláttumaðurinn ætti að búa í hendurnar á sér og hvert
1) Meðal þeirra sem eg hofi grætt á að tala við um þessi
efni vil eg auk sláttumannanna sjálfra, sem oflangt yrði upp að
telja, nefna Sigurð Jónsson ráðherra, Hermann Jónasson,
Halldór Vilhjálmsson skólastjóra, Þorlák Vilbjálmsson á Rauð-
ará, Magnús Pálsson hreppstjóra i Kirkjuvogi, prófessor Guðm.
Hannesson, Ghiðm. Björnson landlækni, Dr. ólaf Daníelsson, Jó-
hannes Nordal íshússtjóra.