Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 17
BÚNAÐARRIT
»
40 cm, íyrir ofan efri hæl 42 cm, lengd neðri hæls
15 cm, lengd efri hæls 27 cm.
Minst; upp að neðri hæl 90 cm, milli hæla 39 cm,
fyrir ofan efri hæl 40 cm, lengd neðri hæls 14 cm,
lengd efri hæls 26 cm.
Aths.: í hinni tilfærðu lengd hælanna, er innifalið
þvermál orfsins (sem vanalega er ca. 3—4 cm.)
Beri menn þessar stærðir saman við stærðir orfanna á
töflunni, munu þeir sjá að hér er enn munur.
Loks er þess að gæta, að orf ganga frá einum tú
annars. Húsbóndinn leggur mönnum sínum oftast verk-
færin til, og þó að orf hafi hæft þeim sem fyrstur fékk
það, þá er óvíst að það sé við hæfl þess sem erflr hann.
Á þessu verður aldrei gott lag fyrri en hver sláttumaður
fær smíðað orf við sitt hæfl og á það sjálfur.
En hvernig á þá orf að vera svo að það sé við hæfi
sláttumannsins?
Aðalatriðin sem hér koma til greina virðast mér vera
þessi: Orfið ætti að vera svo langt fyrir neðan neðri
hæl, að sláttumaður þurfi ekki að beygja balciö við
sláttinn, því að það eykur erfiðið, heldur sé litið eiit
framhallur á göngunni eftir orfinu. Lengd efri hæls ætti
að fara eftir framhandleggslengd sláttumannsins, en
handleggslengdin fer að jafnaði eftir líkamshæðinni.
Öllum þeim er eg hefi talað um það við hefir virzt, að
efri hæll væri þá hæfilega langur er orfið hvilir við
sláttinn á framhandleggsvöðvunum ofanverðum, neðan
við olnbogabótina. Sé hællinn svo langur, að orfið liggi
uppi í olnbogabót, hættir því við að særa, einkum ef
orfið er lítið steypt. Því minna sem orfið er steypt, þ.
e. því stærra horn sem neðri hæll myndar við sneið-
ingu orfsins, því kreptari verður vinstri handleggur
sláttumannsins og ófrjálsari í hreyfingum, og því fastara
hvílir orfið á honum. Eðlilegasta steypingin virðist því
vera sú, er nægir til þess að orfið hvíli létt á hand-