Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 20
12
BÚNAÐARRIT
manna á Hvanneyri. Mældi eg hæð og mjaðmabreidd
hvers sláttumanns, stilti svo orflð eftir þeim hlutföllum
sem að ofan eru greind, og bað hann að slá með orfinu
um stund og segja mér ef honum þætti eitthvað að því.
Tók eg fram öll þau atriði er hér komu til grema.
Niðurstaðan varð sú, að allir undantekningarlaust voru
ánægðir með lengd efri hæls og lengdina milli hæla.
Einn sagði þó fyrst, að sér þætti lengdin milli hæla
heldur lítil. Eg jók hana þá um 2 cm. Þá þótti honum
hún við hæfl. Mér hugkvæmdist að eg kynni að hafa
mælt mjaðmabreidd mannsins skakt eða flpast í tölunni,
er eg stilti orfið. Mældi eg því manninn á ný mjög vand-
lega. Mjaðmabreiddin var 35 cm, en eg hafði talið hana
33. Kom þá alt heim. Lengdin fyrir neðan neðri hæl
þótti 5 helzt til mikil. Hinum líkaði hún vel.
Steypingin, 34° þótti nokkium fullmikil en feldu sig
vel við 40°.
Séu reglur þær um orflð er eg nú hefl gert grein
fyrir bornar saman við orf þau er taflan greinir, sézt
hver munurinn er á lengd fyrir neðan neðri hæl, iengd
efri hæls og steypingu. Aftur á móti sést ekki hverju
munar um lengdina milli hæla, af því mér hafði ekki
hugkvæmst að mæla mjaðmabreidd sláttumannanna, er
eg gerði athuganirnar á töflunni. En II orf er eg síðar
mældi voru 7.6, 8, 9, 9, 9.7, 10, 12.7, 15, 16, 16 og
18 cm of stutt fyrir noðan neðri hæl og 0.5, l.a, 1.6,
3.», 3.5, 4, 4.6, 5, 6 og 7.s cm of löng milli hæla. Eitt
var jafnt.
Þrátt fyrir þennan mun gátu sláttumennirnir, eins og
áður er sagt, flestallir felt sig vel við orfið eins og eg stilti
það fyrir þá, og þótti sumum mitt lag jafnvel undir eins
betra en sitt. Af því sést að vaninn er ekki svo ríkur,
að menn finni það ekki nálega undir eins, ef þær fá
betra verkfæri í hendur en þeir höfðu áður.
Sumir góðir sláttumenn hafa haldið því fram, að bezt
væri að þungamiðja orfsins með ljánum í væri um neðri