Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 23
BIÍNAÐARRIT
15
þaö, hvert sláttulagið sé bezt, þá verður ekki úr því
skorið með einum tveimur brýnum. Sá sem slær mest
á stuttri stund verður ekki altaf sá er lýkur mestu
dagsverki dag eftir dag. Þar kemur til greina hve mikið
sláttulagið reynir á þolið, hve vel mönnum bítur, hve
fljótir þeir eru að brýna o. s. frv. Eg hygg t. d. að Ari
Jónsson (Nr. 5 á töflunni) mundi afljúka mestu dags-
verki með sínum slætti, af þeim sem taflan greinir,
vegna þess að hann getur slegið svona allan daginn án
þess að ofþreyta sig, er mjög fljótur að brýna og hon-
um bítur vel. Húsbóndi hans segir mér að hann Ijúki
stundum tveim dagsláttum í túni á dag, án þess að
vera eftir sig. Sláttulag sit.t hefir hann, eins og áður er
sagt, fundið upp sjálfur með tilraunum, af því hann
þoldi ekki að hafa breiðan skára og þóttist ekki slá
nógu mikið með því sláttulagi er hann sá fyrir sér.
En einkenni á sláttulagi hans eru: vijór skári, breitt
Ijáfar og tíður sláttur. Það sláttulag hefi eg heyrt suma
kalla höggslátt, og hygg eg það sé bezta sláttulagið,
þegar til lengdar lætur. Kostirnir eru þessir: mjór skári
þreytir miklu minna en breiður, vegna þess að sláttu-
maðurinn þarf hvorki að beygja sig né sveigja svo telj-
andi sé við sláttinn, sé orfið við hæfi, en það er beyg-
ingin og sveigingin sem þreytir mest. Með skárabreidd
Ara þarf ekki að beita afli hægri handar til að Ijúka
ljáfarinu — kastið á orfinu nægir til þess, og Ari held-
ur því fram, að kastið beri að gera með átaki vinstri
handar á „kerlinguna", en að eins stýra með hægri
hönd. Hendurnar starfa þá og hvílast á víxl: vinstri
höndin gerir kast.ið á orfið, þegar ljárinn tekur skárann,
en hægri höndin kippir orfinu sriögt aftur. Flestir sem
eg veit um beita þó hægri hendinni meira en þetta.
Eg hefi talað við ýmsa góða slattumenn um þennan
„höggslátt", og heflr þeim borið saman um, að hann
væri einhver hinn léttasti og drjúgasti sláttur, þegar til
lengdar léti. Einn tók það fram, að hann hefði ætíð