Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 28
20
BÚNAÐARRIT
mikið ýmist eru eða hafa jafnframt verið nauðsynja-
sLörf, og flest verk mætti gera að íþrótt með því að
gefa þeim byr kappsins, láta menn keppa til verðlauna
um leikni í þeim, enda tíðkast slíkt sumstaðar erlendis,
t. d. um plæging og vélritun.
I grein um „heyöflun" í 29. árg. Búnaðarritsins, bls.
25, hefir Jón Hannesson skotið því fram, „hvort ekki
væri hægt að láta menn keppa til verðlauna við slátt,
líkt og við íþróttir", en ekki hefi eg séð né heyrt neinn
minnast á það síðan, og búinn var eg að gleyma því,
er mér hugkæmdist einu sinni í sumar að fara þess á
leít við ungmennafélögin, að þau gengjust fyrir þessu.
En sláttur er flestum störfum betur fallinn til þess að
verða að íþrótt og kappleik á íþróttamótum.t Hann er
þokkalegt, holt og skemtilegt starf, er getur þroskað
allan líkamann, ef rétt er að farið. Til að verða góður
sláttumaður þarf mikla ástundun og iðkun, og það er
beinlínis fögur sjón að sjá vel vaxinn og „slyngan"
sláttumann slá á grænum teig í góðu veðri.
Gerum þá sem snöggvast ráð fyrir að t. ;d. ungmenna-
félögin í einhverri sýslu hefðu sumarsamkomu fyrir
sýsluna einhvern dag í ágústmánuði. í sláttarbyrjun
hefði verið auglýst, að meðal annara íþrótta yrði þar
kappsláttur og heitið nokkrum hundruðum króna til verð-
launa þeim sem slægi tiltekna spildu fljótast, best og fegurst.
Staðinn yrði að velja svo, að nægilega stórt og jafnt
tún eða engi væri fyrir alla kappsláttumennina að
spreyta sig á. Eg býst við að margan fýsti að koma á
það mót og að áhorfendur íylgdu þessum leik með meiri
áhuga en flestum öðrum, því að þarna væri leikin i-
þrótt sem allur þorri manna þættist kunna og geta
dæmt um. En um leið væri þetta bezta námsskeið í
slætti, því að auðvitað væri sláttur hvers kappsláttu-
manns athugaður nákvæmlega í öllum greinum af dóm-
öndum: skárabreidd, ljáfarsbreidd, sláttuhraði, tilburð-
ir, brýnsla o. s. frv. alt bókfært og auglýst á eftir, svo