Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 39
BÚNAÐAR.RIT
31
tiltölulega mjóum, skinnkendum og sterkum þalgreinum
vex í brimbeltinu.
10. Sagþang (Pucus serratus). Líkist undanfarandi
tegund, en greinist frá henni með sagtentum þalgreinum
og flötum (ekki uppblásnum) frjóbeð. Aðeins fundin í
Hafnarfirði og Vestmannaeyjum.
11. Klapparþang (Fucas spiralis/. Tegund þessi vex á
klettum í flæðarmáli, annaðhvort ein og ein jurt á stangli
eða margar saman og mynda þá þéttvaxið belti, sem
víðast hvar er frálaust við þangbeltið í miðfjöru.
Þalgreinar eru sterkar oft skinnkendar og undnar.
Frjóbeður hér um bil hnattlaga.
12. Klóþang (Ascophyllum nodosum). Er auðþekt
frá hinurn þangteguridunum á þvi að engin miðtaug er
í þalgreinunum, en stórar aflangar blöðrur eru í þeim
miðjum, ein og ein, og eru þær breiðari en greinin sem
þær eru í. Þalgreinar eru mjórri og gildari en á hinum
þangtegundunum og liturinn gulleitari. Frjóbeðir fremur
litlir, hnöttóttir, í endum hliðstæðra stuttsprota. Vex
í þangbeltinu innan um skúfaþangið.
13. Dvergaþang (Pelvetia canaliculata). Vex í
flæðarmáli oft innanum Fucus spiralis. Hæð plöntunnar
er 2—8 cm, hún er forkskift, hefir enga miðtaug í þal-
greinum og engar blöðrur. Liturinn nokkuð gulleitur.
Rerma neðan á þalgreinum. Oftast einstaka plöntur hér
og þar á klettunum, en stundum myndar hún þó smá
gróðurbletti.
Tegundin er fremur aigeng á Suður- Suðvesturströnd-
inni, en er ekki fundin annarstaðar hér við land.
14. Purpurahimna (Porphyra umbilicalis). Þalið
er mjög þunt, ekki slímkent og talsvert teygjumikið.
Plantan lítur út sem purpurabrún gljáandi himna. Meðan
plantan er ung, er þalið mjótt, en síðar vex það mjög
ört á þverveginn og rendurnar vaxa þá saman að neðan-
verðu. Fullvaxin planta virðist því vera fest við steinana
um miðjuna. Þalið er oft i óskipulegum fellingum og